Málsverðir Obama

•23 janúar, 2009 • 3 athugasemdir

Þegar ég lá andvaka og veikur upp í rúmi í gærkveldi/nótt eftir tveggja daga legu og norðanrigningin berjandi á svefnherbergisgluggann eins og hún ætti eitthvað sökótt við húsið þá gat ég ekki hætt að hugsa um eitt mjög svo mikilvægt málefni.  Það er hvernig málsverðum sé háttað hjá forseta Bandaríkjanna, Obama, og fjölskyldu hans.

Hvernig ætli það sé fyrir venjulegan fjölskyldumann, sem hefur líklega verðir frekar sjálfsbjarga í gegnum tíðina, að flytja í nýtt hús og skipta um ham eins og snákur og aðlaga sig af öllum þeim siðum og reglum sem því fylgir?  Það sem er forvitilegast er maturinn, enda er það mín fíkn, sem ég dái og syrgi eftir aðstæðum.  Ég reikna fastlega með því að þarna séu starfsmenn í eldhúsinu.  Ætli það bíði hans morgunverðarhlaðborð þegar hann vaknar á morgnana eða fer hann bara í ísskápinn, skellir kornflexi í skál, skvettir mjólk útá og tekur banana með í hina hendina um leið og hann gengur að eldhúsborðinu.  Ætli hann geti komið með óskir á morgnana um hvað honum langi í kvöldmat um leið og hann kyngir niður morgunverðinum, t.d. kjöt í karrý.  Hvað ef að honum langar nú svo bara eitt kvöldið í pantaða pizzu og svo snakk og dýfu síðar um kvöldið um leið og hann les einhverja skýrsluna um þjóðaröryggismál Bandaríkjanna. 

Þetta eru vangaveltur sem að ég þyrfti nauðsynlega að fá svar við, best væri að geta spurt hann sjálfur en það er nú erfitt að komast að þessum manni.  Spurning um að sækja um sem gestakokkur í viku eða gera eitthvað merkilegt svo að hann vilji hitta mann, nóbelsverðlaunahafi….veit ekki…líklegast bara best að hætta um hugsa um svona bráðmerkileg málefni.

Jæja þetta eru mínar vangaveltur inn í helgina…ásamt nokkrum fleirum 🙂

Góða helgi, H

Bjartsýni & svartsýni

•20 janúar, 2009 • Ein athugasemd

Meðan bandaríska þjóðin og í raun heimurinn fyllist bjartsýni og sér fram á bjartari tíma framundan með nýjum leiðtoga þá horfir sú íslenska fram á vonleysi og stórhríð með gallaða ríkisstjórn, lélegan forsætisráðherra og stjórnendur í öllum helstu embættum landsins okkar.  Geir segist vilja fá vinnufrið til þess að bjarga þessu löngu sokkna skipi.  Ef hann væri ekki svona blindur þá væri hann búinn að sjá sóma sinn í því að koma sér í burtu og helst úr landi.  Ekki er þessi ríkisstjórn hissa á þessum mótmælum sem voru í dag, það er alveg einkennilegt hvað fólk verður siðblint þegar það kemst til valda og fær hærri laun…það er greinilegt að núverandi ríkisstjórn flokkast undir það.

Ef Samfylkingin ætlar að stefna að fá eitthvað fylgi í næstu kosningum þarf hún að koma sér í burtu, ég reikna ekki með að þeir bláu fái neitt enda hafa þeir gott á að fara sér 30 ára pásu frá sjórnmálum.  Af hverju er ekki mynduð minnihlutastjórn með Vinstri Grænum sem að Framsókn myndi vernda þangað til að kosningar verði?  Sigmundur formaður Framsóknar var eitthvað að viðra þessar skoðanir.  Einhverjir segja að það borgi sig ekki að eiða tíma og orku í kosningar núna, en það er alveg ljóst að þjóðin tapar engu á því að fara í kosningar því að árangur þessarar ríkisstjórnar er minni en enginn.  Þeir þykjast kannski vera að gera eitthvað en það getur ekki verið merkilegt.  

Það er eitt sem að Samfylkingin virðist ekki átta sig á, að hún og Framsókn urðu enn líkari flokkar eftir landsþing þeirra.  Nú er hún á síðasta séns með að tapa ekki fylgi sínu endanlega, því að mig grunar að margir þeirra séu nú til í að fara með atkvæði sitt til Vinstir Grænna eða Framsóknar.

Jæja þá er ég búinn að leggja mitt að mörkun til mótmæla, þar sema að maður býr ekki í borginni.

Heima

•18 janúar, 2009 • 4 athugasemdir

Þá er kominn nýr formaður í Framsókn, ég held að sumir þeirra sem hafi aldrei ætlað að kjósa þann flokk muni kannski hugsa sig um ef að kosningar verða á þessu ári.  Ef að flokkurinn hefur vit á að losa sig við þessa gömlu þingmenn og alla fylgifiskana sem flestir hverjir eru glæpamenn og eiga heima á ,,verri stöðum“, ég nefni engin nöfn en Finnur blessaður Ingólfsson ritast ósjálfrátt hérna á skjáinn.  Það verður gaman að fylgjast með þessu öllu.  En ég held að það gæti verið vit í honum Sigmundi, en það kemur pottþétt í ljós…fær hann atkvæði mitt….veit ekki!  Samt alveg magnað að skrá sig í stjórnmálaflokk sem er  n.b. elsti stjórnmálaflokkur Íslands og verða formaður hans mánuði síðar. 

Annars er það að frétta að ég hef tekið mér oggulitla pásu frá námi, það er svo gaman að hafa smá tilbreytingu í þessu.  Ég fékk gömlu vinnuna mína aftur og sló bara til, svo er bara vona að maður haldi henni, haha 🙂

Það eru kostir og gallar við allar ákvarðanir, en mig langaði þetta meira og gerði það því.  Það fer vel um mig hérna á norðurlandinu og sakna ég ekki brauðhleifsins í Noregi sem ég borgaði 450 ísk krónur fyrir.  En ég stefni nú að klára eitthvað nám og eins og staðan er nú þá mun ég stefna út síðar til frænda minna í Noegi.  Helsti söknuðurinn felst í fólkinu sem ég kynntist þar og gaman að segja frá því að þá er ég aðallega að tala um þá íslensku námsmenn sem ég kynntist þar.  Þá tróna á toppnum Hrafnhildur og Ragnar í Ási sem maður hitti hvað oftast og ég þekkti fyrir þessa frægðarför, en ég hitti þau bara síðar og hina líka 🙂

En ég er sem sagt á Íslandi og hef það gott.  Ætli ég skrifi ekki eitthvað á þessa síður svo framarlega sem að einhverjir heimsækja hana og ég hafi eitthvað viturlegt að segja.

H

,,Annáll“ ársins 2008

•29 desember, 2008 • Ein athugasemd

Þá líður að lokum, lokum ársins allavega. 

Þetta var fínt ár!  Árið sem er að líða hefur verið mjög gott og skemmtilegt. 

Það sem hefur m.a. gerst á árinu eru:

Okkar fyrstu íbúðarkaup,

1/4 af þessu námi lokið

Búinn að prufa að búa í miðborg Oslóar, einhverjir kostir og margir gallar,

Léttist ágætlega á árinu, þökk sé námsmannadvöl Osló og Lín, þeirri fáránlegu stofnun…en þessi kg vilja sem sagt óðum koma aftur

Er heilbrigður og líka þeir sem kringum mig eru, líður vel og er glaður

Hitti marga góða félaga og átti góðar stundir með fullt af fólki.  Það er alltaf gaman að hitta gott fólk, en stundum vilja annir hjá öllum aftra því að maður hittist, en það er kannski sniðugt að hafa það sem markmið fyrir næsta ár að rækta fólkið betur.  En það verður líka að hafa frumkvæði á móti.

…og margt fleira mætti telja upp….

Þeir sem hafa áhuga að vita meira um mig og mína, það sem gerst hefur og það sem á eftir að gerast, geta endilega hringt, sent tölvupóst eða hitt mann.  Það er alveg óþarfi að hafa þetta nánara á einhverju bloggi sem allir geta lesið, ekki satt?

Gleðilegt nýtt ár kæru vinir og megi næsta ár verða ykkur skemmtilegt og gott.  Vonandi að ég hitti ykkur öll á næsta ári, þá eru allir velkomnir í heimsókn á Dallas city…það þarf ekki að bjóða fólki formlega…þeir koma sem þora og vilja, haha.

Nýárskveðjur frá Dalvík,

Helgi

Þá er að koma að því…

•22 desember, 2008 • Færðu inn athugasemd

Halló, Halló

Það er sko nóg að gera hjá okkur þessa dagana, eins og hjá flestum, en þetta er allt voða gaman.  Því er best að vera ekkert að flækja þetta: 

Gleðileg jól og hafið það öll sem best um hátíðarnar!

Jólakveðjur,

Helgi

Hátíð í bæ

•16 desember, 2008 • 3 athugasemdir

Látum snjóa hérna, hóhóhó.

I’m back!  Ég hef ekki verið í sambandi við umheiminn undanfarna daga, vegna lærdóms, en er allur að koma til.

Þá er þessari fyrstu önn af fjórum lokið í þessu námi: 25%, 1/4,  2/8, 4/16, 8/32, 16/64 o.s.frv 🙂  Á tímum hélt ég að þessi dagur myndi aldrei renna upp en hann gerði það og þvílíkur léttir.  Framtíðin er þó óráðin, hvað gerist á nýju ári….kemur í ljós.

En ég er sem sagt búinn að skila verkefninu stóra og einnig flytja það, en það var gert í dag.  Okkur Vigni gekk vel með þetta og small allt saman á endanum eftir miklar vökunætur og smá stress, en gaman að þetta heppnaðist allt vel.

Því er kominn smá þreyta í mann þar sem að svefninn undanfarið hefur frekar verið í blundarformi.  Eftir 4 tíma þurfum við að leggja á stað út á flugvöll og fljúgum til Köben og komum svo heim um kl 15 á morgun með Iceland – Express.  Þannig að það er réttast að ná smá svefni núna. 

Það verður svo óendanlega gaman að koma heim að það hálfa væri nóg.  Helga mín kemur svo suður á fimmtudag þannig að þetta veruð skemmtileg helgi og mikið að gera.  Ég ætla því að fagna aðventunni þessa helgina með mínu fólki þar sem að ég hef ekki haft tíma í það til þessa, haha.

Jæja ætla ekki að hafa þetta lengra, tjái mig betur síðar.

Hafið þið það óendanlega gott.

Helgi hamingjusami!

Lykiltölur

•9 desember, 2008 • 5 athugasemdir

Þær eru 12, 15, 16 & 18.

Þetta eru mikilvægustu dagsetningarnar í desember sem ég tel spenntur niður í og renna upp eftir 3, 6, 7 & 9 daga.

Þann 12ta skilum ég & Vignir verkefninu okkar sem er endalaust.

Þann 15da þarf svo að kynna þessa vitleysu.

Þá kemur að því,þann 16da flýg ég til Íslands, sem verður kærkomið.

Loks mun ég hitta hana Helgu mína þann 18da……þá er líf mitt fullkomið og tíminn má hægja töluvert á sér þegar sá dagur verður runninn upp.

Annars á ég að vera á fullu að læra, þannig að þetta verður ekki lengra 🙂

Hálfvitar hálfvitanna

•4 desember, 2008 • 8 athugasemdir

Þá er það endanlega staðfest, landsbyggðin er annars flokks og það er því ekki þess virði að eyða tíma né fjármunum í að hafa samskipti við þau.  Þessum skilaboðum kom Páll útvarpsstjóri snyrtilega til skila þegar hann setti fram sparnaðartillögur Rúv, sem m.a. lúta að því að leggja niður eða stórlega minnka umsvif svæðisútvarpsstöðvanna.

Þetta staðfestir Morgunblaðið sem hefur komið út síðan 1913 og flestir landsmenn verið áskrifendur að, sérstaklega fyrr á tímum.  Þeir halda örugglega að þetta landsbyggðarfólk eigi enga peninga og því óþarfi að senda frítt Morgunblað inn á öll heimili landsins á fimmtudögum fram að jólum.  Tilefni þessara skrifa er frétt sem ég las um þetta mál á mbl.is sem ber titilinn ,,Morgunblaðið í aldreifingu fram að jólum“, hljómar vissulega vel en þegar betur var að gáð þá eru það auðvitað gullbörnin í Rvk og nágrenni sem fá að njóta.  Ætli þeir í markaðsdeild moggans geri sér grein fyrir því að landsbyggðaríbúar eru margir hverjir betur staddir fjárhagslega en blessað fólkið í Rvk, nei ég segi svona 🙂

Tengilinn á fréttina má sjá hér:  Mogginn að gefa útvöldum!

Mér var kennt í æsku að skilja ekki útundan, því miður gleymdi maður því stundum, en mér hefði aldrei dottið til hugar að halda veislu og gefa bara sjálfum mér að borða og láta gestina horfa á.

Ísbíllinn hér!

•2 desember, 2008 • 2 athugasemdir

Þegar ég var í eitt af mínum fyrstu skiptum á Dalvík, áður en ég flutti þangað, þá heyrði ég í ísbílnum.  Ók hann um þennan litla fína bæ hringjandi bjöllu sinni.  Þetta þótti mér merkilegt þ.e.a.s. að ísbíllinn færi í þéttbýli landsins, þar sem að ég mundi ekki að hafa séð hann keyra um götur Hafnarfjarðar á mínum uppeldisárum.  Ég mundi bara eftir að hann hefði komið þar sem ég var í sveit um tíma og svo um sumarbústaðarsvæði.  Helgu minni þótti örugglega borgarmalbikið geysla einum of mikið frá mér þar sem að mér þótti þetta afar merkilegt, en henni hefur tekist að kroppa smá af þessu malbiki af og klínt möl á mig í staðin.

Jæja núna bý ég nánast í miðborg Osló og í hverju heyrði ég áðan.  Jú ísbílnum, hann keyrir hérna um allar götur eins og óður sé þann 2. desember takk fyrir.  Ég hef heyrt í honum með reglulegu millibili í allt haust og þótt stórmerkilegt að þessi blessaði bíll fari hérna um allt, þegar búðir eru á hverju horni.  Þá er nú annað merkilegt, ísbílinn á ferð í dessember!!! Þá skil ég ekki að einhver kaupi sér ís í byrjun desember, þegar fólk á nóg með það að halda á sér hita, nema kannski litlu börnin.

N ó v e m b e r

•30 nóvember, 2008 • 4 athugasemdir

Er ekki rétt að fá smá jólaútlit á þessa síðu þar sem að aðventan er að hefjast?  🙂

Þá er þessum mánuði brátt öllum lokið.  Hann var fín og einstaklega fljótur að líða, mjög glaður með þessa 30 daga 🙂  Hlakka þó enn meira til þess næsta.

Ég hef bókað flug til fagra Íslands þann 16. desember (þriðjudagur).  Ég mun fljúga með Norwegian til Köben og þaðan með Iceland-Express til Íslands.  Með þessu sýni ég vanþóknum mína á Okurleiðum í þetta skiptið (á þó mjög líklega eftir að versla við þá aftur, enda ekki mikið úrval í boði).  En ég hefði hvort sem er ekkert komist beint frá Osló til Íslands með Okurleiðum, þar sem að vélin var ,,full“, þá bjóða þeir upp á flug til Köben með Sas og þaðan með vél sinni til fyrirheitna landsins.  Þannig að ég er mjög sáttur með þessa áætlun mína.

Skólinn gengur vel og allt á áætlun þar, eins og er, en það er nóg að læra…sem er ágætt.

Þá vitið þið þetta….eitthvað fleira sem þið viljið vita? 🙂

Kærar kveðjur, Helgi