Hvað er ég að gera hér?

 

Þessa setning kom upp í huga mér öðru hverju í morgun, enda var fyrsti skóladagurinn í dag.  Annað hvort er ég endanlega fallinn í djúp lífsgæðakapphlaupsins með efnahagshyggjuna að leiðarljósi, bara hugsandi um að fá hærri laun og meiri peninga til að eyða, eða að ég hafi hug á að láta eitthvað gott af mér leiða í þessum fræðum og geta haft áhrif á hin ýmisu atriði og fá að vera hluti í að skapa fjölskyldu sinni aukið öryggi? 

Ég vona svo sannarlega að ég falli undir seinni spurninguna annars get ég keypt mér miða strax heim, því það er nú hægt að færa rök fyrir því að maður hafi það alveg fínt og geti verið heima hjá sínum nánustu.

Annars gekk fyrsti skóladagurinn nokkuð vel miðað við allt og alla.  Þetta er skiljanlega svolítið sjokk að hlusta á ensku og norsku allt í bland og ætla heilanum að taka við þessari steypu.  Hugleiðingar mínar um að hafa bara tvö til þrjú tungumál í heiminum hugnuðust mér vel í morgun, annars veit ég að flestir eru mér ósammála í því.  Svona svipaðar pælingar eins og þegar mig langaði að afnema ypsilon í grunnskóla!

Fram að jólum verðum við í einum stórum kúrs (24 ects) sem samanstendur af 14 nemendum, 5 strákum og 9 stelpum.   Svo er einn ,,stuðningskúrs“ við þann stóra (6 ects), veit ekkert um hann ennþá.  Þessir 14 nemendur eru ýmist  landslagsarkitektanemar (9 stk) eða arkitektanemar (5 stk). Flest þeirra eru auðvitað norðmenn (10 stk), svo er einn frá Belgíu (franska hlutanum), ein frá Ítalíu en kemur sem skiptinemi frá Þýskalandi og svo að sjálfssögðu við Íslendingarnir (2 stk).  Aldursskiptingin er svona eins og við var að búast, Belginn er 20 ára (skil ekki menntakerfið þar) og restin af skaranum er frá 22 til 30 ára.  Ekki má gleyma Vigni blessuðum sem er er rétt rúmlega þrítugur eða eins og hann sagði við kynninguna á sér í morgun „I‘m very old“ og gaf enga tölu upp, við þetta uppskar hann mikil hlátrasköll.

Það þykir kostur við þetta ,,program“ að hér blandast nemar í arkitektúr og landslagsarkitektúr  mjög mikið í kúrsa.  Þannig munu mismunandi skoðarnir vonandi koma í ljós sem og ólíkir hæfileikar sem maður getur þá lært af.

Svo er ég kominn með norskt símanúmer: 00 47 948 11 983 (voðalega auðvelt, haha).

Þetta eru örugglega nægar upplýsingar fyrir ykkur í bili.

Góðar kveðjur, Helgi.

~ af Helgi á 18 ágúst, 2008.

3 svör to “Hvað er ég að gera hér?”

 1. Sæll Helgi
  Til hamingju með íbúðina! Var farin að hafa áhyggjur af því að þú yrðir heimilislaus 😉 Gangi þér vel í skólanum og að mastera norskuna. Vertu svo áfram duglegur að blogga svo að við á klakanum getum fylgst vel með.
  Bestu kveðjur
  Ingibjörg

 2. Hæ Helgi.
  Til hamingju að vera kominn með íbúð og gott að heyra að þú lifðir af fyrsta skóladaginn 😉

  kv.
  Fríða

 3. Til hamingju með að vera kominn með íbúð og því þarftu hvorki að sofa á götunni né hjá Siggu frænku.

  Kveðja úr gamla landinu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: