Kastað út í djúpu laugina!

Loksins er ég kominn með net hérna heima, sem ætti að geta bætt samskiptamöguleika mína mikið við umheiminn.  En auðvitað þurfti þessi skóli að aftra gleði minni og möguleikum til þess að fá að ,,leika“ mér í tölvunni. 

Þessi blessaði kennari setti okkur fyrir tvö ,,lítil“ verkefni í morgun, sem við eigum að skila og flytja á fimmtudaginn.  Sá gjörningur leiddi til þess að ég og Vignir ferðuðumst með öllum tegundum almenningssamgangna og gengum einnig óeðlilega mikið um efri byggðir Oslóborgar í dag. 

Annars ætla ég nú ekki að venja mig á það eða leggja það á ykkur að lesa um allt það sem gerist á mínum degi.  En þessu varð ég að koma frá mér til þess að komast niður á jörðina. 

Það má segja að við Vignir lærðum að telja oft upp að tíu í dag, á mörgum tungumálum.

Því frestast að koma með myndir af íbúðinni og svoleiðis mikilvægt þangað til síðar í vikunni, þökk sé kennara………

Ykkar, Helgi

~ af Helgi á 19 ágúst, 2008.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: