Viðbeinsbrotinn!!!

Ég og Vignir skelltum okkur til ÅS í gærdag , en það er 30 mín. ferðalag með lest hérna suðureftir.  Tilgangur ferðarinnar var að hitta Ragnar félaga okkar sem býr þarna og stúderar ásamt Hrafnhildi sinni sem er heima á Íslandi í sumarfríi.  Við áttum mjög góða stund saman, Ragnar grillaði fínan kanadískan lax handa okkur, fórum í skoðunarferð, töluðum og drukkum nokkra bjóra.

Áætlunin var að taka síðustu lestina heim um miðnættið, en við félagarnir vorum ekki alveg að nenna því svo við ákváðum að gista.  Ragnari dettur svo í hug að fara í hjólatúr út í sjoppu, sem við og gerðum.  Vignir var að vísu heima enda bara hættulegt fyrir hann að koma með.

Það var hjólað greitt niður hæðir í gegnum skógarrjóður og skipti engu máli þó að lýsing væri ekki mjög regluleg á leiðinni.  Þegar við höfðum hjólað út í sjoppu og byrjaðir að hjóla heim þá skeður það! 

Ég fer yfir gatnamót á svæði sem var ekki lýst upp, misreikna legu stígarins, hjóla á kantstein, svíf þvínæst upp í loft með hjólið á eftir og lendi á hægri öxlinni.  Niðurstaðan er að mér tókst að viðbeinsbrotna og er nú með svona stuðning við hendina og á bara að bíða eftir að þetta grói, sem það gerir á næsta mánuði. 

Það eru tvö ár núna í september síðan ég öklabraut mig í Bandý og nú viðbeinsbrotnar maður á hjóli, halló.  Því hef ég dregið þá ályktun að hentugast fyrir mig er að fara hægt yfir og koma göngutúrar  sterkir inn.

Annars vil ég þakka Ragnari fyrir skemmtilega kvöldstund og höfðinglegar móttökur.  Held að ég þurfi ekkert að fá hjólið hennar Hrafnhildar lánað næst þegar ég kem til  ÅS.

Bestu kveðjur frá Helga í fatla.

~ af Helgi á 24 ágúst, 2008.

4 svör to “Viðbeinsbrotinn!!!”

 1. Æ, þú ert svo óheppinn stundum Helgi minn ;o)
  Vona bara að þú finnir ekki mikið til og að brotið verði fljótt að gróa.
  Reyndu bara að halda þig við tvo jafnfljóta héðan í frá ;o)

  Bestu kveðjur frá öllum hérna á Dallas.
  Sakna þín,
  Helga

  P.S: Fall er fararheill

 2. Ohh hvað þetta er týpískt, ég vona bara að þetta hamli þér þó ekki í skólanum- fyrsti dagurinn er hjá mér í dag og ég mætti auðvitað uber snemma til að reyna að hitta konuna sem sér um að leigja herbergin svo kemur í ljós hvort ég bý með einhverjum kenya búa eða hvað… spennandi. En ég mæli svo með að fá sér ljós og hjálm og svona aukabúnað, þá þarftu ekkert að láta þennan atburð koma í veg fyrir að þú fáir þér hjól 😛 allt spurning um að þekkja aðstæður (líkt og Ragnar gerir líklega) eða vera varkárari ef þú þekkir ekki aðstæður 😉
  Bk
  Lilja sem fær vonandi hjól og herbergi í dag.

 3. Já sæll! Ég get nú ekki annað en brosað út í annað við lesturinn, enda ertu svo skemmtilegur sögumaður. (Eftir einn ei hjóli neinn -ein sem talar af reynslu)

  Vona að þetta grói sem fyrst.

  Batakveðjur María Guðbjörg

 4. Takk fyrir þetta, já kannski þetta fall tákni lukku á endanum. Meðan á því stóð þá vildi ég nú heldur vera heima á Íslandi með mínum, en þetta gróir.
  María, ég var nú ekki búinn með marga bjóra, en engu að síður satt hjá þér. En ég hef enga löngun í að sjá hjól svo að þú mátt alveg fá minn skammt Lilja 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: