Íbúðin

Þá er komið að því að setja inn myndir af íbúðinni, en hún er á Frederiks Glads Gate 21 C, apt. 102, 0482 Oslo.  Ég veit ekki alveg hvað hún er stór en hún er á bilinu 40-50 m2 og því kannski aðeins of stór fyrir mig einan.  Ég verð með hana til 15. desember og ætli ég athugi ekki hvort að það sé laust á nemendagörðunum eftir það.  Ein af ástæðan fyrir því að ég tók hana var að ég þurfti ekkert að borgar fyrirfram og einnig að þetta þykir voða vel sloppið þegar hugsað er um kostnað, þó svo að þetta séu svimandi upphæðir fyrir mig.
Efst er heimilið, blár punktur fyrir miðju er skólinn og neðst er miðbærinn

Efst er heimilið, blár punktur fyrir miðju er skólinn og neðst er miðbærinn

Á kortinu hér að ofan sjáið þið hvar ég bý, það tekur mig 35 mín að ganga í skólann og svo aðrar 30 mín að komast í miðbæinn, gangandi sko!  Það tekur sporvagninn ca. 15 mín að komast niður í bæ, sem er bara fínt.  Bláa línan er ef maður fer þessa leið í bíl, þannig að hana er ekkert að marka.

Íbúðin er voða fín en það er eitt sem er lítið og það er baðherbergið, það er mjög lítið!  Auðvitað eru allir velkomnir í heimsókn en ekki á sama tíma, það gæti verið erfitt. 

Það er svo hægt að klikka á myndirnar til þess að fá þær stærri.  Það er erfitt að ætla að taka góðar myndir af íbúðinni í svona þrengslum.

~ af Helgi á 25 ágúst, 2008.

4 svör to “Íbúðin”

  1. Fín íbúðin þín 🙂

  2. Kósí. Bíddu ertu ekki lengi að skrifa núna svona með hendina í fatla 😉

  3. Hehe, svo fyndin María. Nei ég er eiginlega ekkert lengur að skrifa núna, því ég get tekið hendina úr fatlanum og lagt hana og tölvuna og pikkað svakalega mikið 🙂

  4. Það var nú fallegt af öðrum íbúum hússins að setja upp leikvöll fyrir þig svo þú hafir e-ð fyrir stafni þegar þú ert ekki í skólanum, annars er íbúðin flott og gangi þér vel í skólanum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: