S-in þrjú: Hægrireglan,tillitssemin og þolinmæðin

Það er svo merkilegt með þessa umferðarmenningu hérna í Noregi að þeir virðast enga þörf hafa fyrir skilti; biðskylda, einstefna eða stöðvunarskylda eru bara fáséð á á götum Oslóborgar.  Þeir greinilega eiða ekki peningum og tilheyrandi vinnu í að hafa þessi skilti uppi við, heldur nota þeir hægriregluna, tillitssemina og þolinmæðina.  Þetta eru einmitt þau þrjú atriði sem við, Íslendingar, höfum ekki. 

Mjög margir Íslendingar kunna ekki á hægriregluna eða þurfa að hugsa sig um vel og lengi þegar þeir eru komnir í þannig aðstæður.  Tillitssemi Íslendinga gagnvart næstu manneskju er oft í þvílíku lágmarki að mestu skúrkar myndu skammast sín fyrir.  Að lokum er það þolinmæðin sem er á svo stuttum þráð hjá Íslendingum að þráðurinn sést varla.  En við erum góðir í handbolta 🙂 og ýmsu fleiru.

Norðmenn sleppa þessum skiltum bæði í íbúðargötum en einnig á gatnamótum á stærri götum.  En vissulega eru stundum skilti!  Í þröngum götum eins og í götunni minni er lagt samsíða gangstéttum beggja vegna.  Á Íslandi væri þetta að sjálfssögðu einstefnu gata, enda ekki möguleiki að mætast á götunum með tvo barnavagna, en hérna bíður bara seinni bíllinn eftir því að hinn er búinn að fara ferðir sínar.  Ég sá meira að segja pizzabíl um daginn sem læsti bílnum á miðri götunni, en sá sem kom að beið bara eftir að flatbakan væri komin inn í stofu til átvaglsins.

Ég er ekki að segja að þeirra leið sé réttari en okkar eða að ég sé eitthvað skárri en þeir landar mínir sem ég deildi á hér að ofan, en þetta er vissulega pæling. Pæling mánaðarins.

Annars hef ég það nokkuð gott, ég hef komist að því að ég get sofið endalaust og er það vegna einhverrar lausrar skrúfu eftir slysið ,,mikla“.  Skólinn er á köflum fínn og frjálslegur eins og þessir Norðmenn eru, sem hentar Íslendingunum afar vel.  Set hér inn mynd af sem Vignir tók af mér á sunnudeginum, fyrir fyrsta skóladag, þegar við vorum að ganga um borgina og finna okkur leiðina í skólann.

Við skólabygginguna

Á sömu leið, leiðinni i skólann

~ af Helgi á 27 ágúst, 2008.

Eitt svar to “S-in þrjú: Hægrireglan,tillitssemin og þolinmæðin”

  1. ú sjarmerandi myndir, já Norðmenn eru töluvert þolinmóðir og tjillaðir en mundu að þeir (þær) eru líka góðir(ar) í handbolta!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: