Ráðstefna & pylsusúpa

Í gær fór stór hluti af skólanum til Hamar, sem er tveggja tíma keyrsla í norður, á ráðstefnu um Landscape Urbanism today.  Helga sagði mér að Hamar væri vinabær Dalvíkur, ekki slæmt það 🙂

Það var lagt á stað kl. 7:30 í rútum og því vaknað mjög snemma til þess að missa ekki af rútunum.  Ég vissi ekkert hvar Hamar var en komst að því að þetta var tveggja tíma keyrsla, lengra en ég hafði búist við.  Þarna voru haldin góð erindi en í lokin voru sum erindin einfaldlega orðin langdregin og miður skemmtileg, því það var talað til kl. 18:30 takk fyrir.  Þar sem að dagskráin sjálf stóð í lengur en 8 klst, þá hefði maður áætlað að það yrði nú eitthvað um fínar veitingar og léttara hjal svona inn á milli en það gerist greinilega bara hjá Íslendingum.  Það var bara hvert klukkutíma erindið á eftir öðru og pylsusúpa í hádegismat.  Pylsusúpa já, þetta er mjög auðveld uppskrift og ef svo ólíklega vildi til að ég gæfi einhverjum svona að borða þá líkar mér líklega mjög illa við viðkomandi.  Þessi kjarngóða súpa samanstendur af vatni, grænmetisteningi, pylsum og blómkáli.  Ekki nóg með það, þetta vatn kostaði og brauðið aukalega. Þetta var að sjálfssögðu borðað, enda allir búnir að þrengja um eitt gat á beltinu.  Hefði betur sleppt þessum gæðamat, því maginn var mjög óánægður með þessa kássu og refsaði mér illilega nokkru síðar. 

Það var svo komið heim þegar klukkan var langt gengin í níu og þá settist ég niður með Vigni á næsta stað sem við fundum og fengum okkur öl.  Annars voru mörg erindin áhugaverð, sérstaklega þau sem voru flutt fyrir hádegi.  Það er bara alveg einkennilegt þegar fólk getur masað lengur en klukkutíma, þegar það hefði getað komið innihaldinu frá sér á mun styttri tíma.  Þá er það mín skoðun að sama hvað maður hefur mikinn áhuga á umræðuefninu þá situr maður ekki tímunum saman, enda gáfu augnlokin sig hjá ansi mörgum á tímum.  Ég og Vignir vorum sammála um það að ef þetta hefði verið gert á Hvanneyri, þá hefði allt orðið brjálað (enda rauk úr höfðinu á Vigni þegar þessu lauk og ég tók þetta út í hláturskasti).  En þetta er kannski bara misjafnt eftir þjóðum, við Íslendingarnir erum auðvitað svolítið dekraðir og stöndum fast á okkar skoðunum og réttindum. Læt fylgja þrjá myndir með, bara að klikka á þær ef þið viljið þær stærri.

~ af Helgi á 30 ágúst, 2008.

4 svör to “Ráðstefna & pylsusúpa”

 1. Pylsusúpa og brauð bahahaha get rétt ímyndað mér að þér hafi ekki fundist það neitt sérstakt hehe. Velkomin til Noregs:)
  Þetta minnir mann óneitanlega aðeins á kvöldverðinn góða í skólaferðalaginu forðum daga: brauð, rækjur og majones haha

 2. Já, þetta er ekki beint spennandi hádegisverður. Annars vildi ég bara þakka fyrir síðast. KV Ragnar

 3. Takk sömuleiðis Ragnar, þetta var ljómandi gaman.
  En já Svana þetta minnti mig mjög á rækjukvöldið mikla, enda rifjuðum við Ragnar það upp um daginn og gátum hlegið, þó svo að það hafi ekki verið gert á sínum tíma.

 4. Já góður Helgi,hahaha „farinn“ á betri stað! það er bara eins og kallinn hafi geispað golunni, hahahaha! Ég lofa að láta þíg vita er það gerist.

  Bið að heilsa að sinni
  Vignir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: