Fuglinn floginn úr hreiðrinu

Já hann Vignir er farinn.  Hann fór á ,,betri“ stað, stað þar sem að hann mun fá meiri frið. 

Vignir félagi minn hefur sofið á svefnsófanum síðan við komum hingað til höfuðborgar Noregs.  Hann fékk íbúðina sína í dag og ég held að hann sé voða glaður með það.  Hún er hérna rétt hjá.  Þá losnar hann undan mér og mínum látum með tilheyrandi frekju og yfirgangi 😉 Þetta hefur gengið mjög vel og það verður skrýtið að vera einn í einhverri íbúð í einhverri borg, sérstaklega þegar ég gleymi hvað ég er að gera hérna.  Þegar ég stend mig að því að ganga niður í bæ á leið í flugvallarlestina og ætla heim.  Það er vissulega oft freistandi að vera með þeim sem manni þykir vænst um, borða einhvern mat og tala sitt móðurtungumál. 🙂

Annars er svefnsófinn þá laus fyrir þá sem vilja, ég stefni ekki á að vera með svefnsófa eftir áramót.  Þannig að nú er tækifærið ef einhver vill ,,góða“ aðstöðu.  Þeim sem er sama um aðstöðuna geta komið á næsta ári, nema þeim þyki þeim mun vænna um mig og vilji veita mér félagsskap þá eru viðkomandi mjög velkomnir núna.

Viðbeinið er orðið ljómandi gott og ég ætla að halda því fram að viðbeinsbrot sé bara með betri brotum sem hægt er að lenda í, en best að láta þetta gróa alveg þangað til ég staðfesti þessa yfirlýsingu.

Er þetta ekki nóg að rugli í bili?

Hafið það sem allra best.

~ af Helgi á 2 september, 2008.

Eitt svar to “Fuglinn floginn úr hreiðrinu”

  1. Ég var nú bara að grafa þetta upp hérna 😉 gaman að sjá að þú lætur fylgjast með – lofa að kíkja reglulega hehehe 😉

    Kveðja, Eleonora

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: