Lousy service

Nú eru það bankarnir, þeir eru líklegast bara verri en heima. Ætli maður að borga reikning hérna með peningum þá þarf maður að borga eitthvað ,,þjónustugjald“.  Gjaldið er 75 N.kr. takk fyrir.  Það eru ca. 1100 ísl. krónur miðað við núverandi gengi.  Já sæll!!!!  Ég hef ekki heyrt aðra eins vitleysu lengi.  Fit-gjöldin heima eru vægast sagt græðgi en þetta slær því við. 

Ég veit auðvitað ekkert hver rökin eru með þessu gjaldi og mig langar lítið að heyra þau.  Þessu komumst við Vignir að í dag, fórum meira að segja í tvo banka.  Báðir tóku þetta gjald, fyrri bankinn sem við fórum í var með bilaðan peningaskáp og gat því ekki gert viðskipti með peninga eins og er.  Þegar stelpugreyið sagði okkur þetta og vísaði okkur á dyr þá varð ég kjaftstopp.  Peningaskápurinn var bilaður!  En Vignir dó ekki ráðalaus og varð að mótmæla þessari þjónustu með góðri setningu: ,,Lousy service“ þegar hann fór út.  Þá gat maður brosað.

Gaman að komast að einhverju nýju, þó það sé ansnalegt.

~ af Helgi á 3 september, 2008.

3 svör to “Lousy service”

  1. Kannski að þetta sé þeirra leið til þess að halda peningunum frá bankaútibúinu…..eiga þeir ekki svo mikið af þeim…:)
    Þessi saga er ansi skemmtileg og sýnir svo ekki verði um villst að ekki er öll vitleysan eins. Þið kannski prufið að greiða með olíu næst…..!
    Hafðu það sem allra best elsku bróðir minn.

    kv. EE

  2. já heyrðu ég kannast við þessa vitleysu nema bankarnir hérna taka 60 sek minnir mig, sem er ekki alveg jafn mikið en nóg samt, og það er fyrir hvern reikning sem þú kemur með. En málið leysist með heimabanka, en ég hef komist að því að við eigum snilldar forritara á íslandi því heimabankarnir hérna eru bara ruglingslegir og alltof flóknir… íslendingar ættu að kenna þessum skandinövum smá bankabissness- hahah ironic

  3. Já þeir eiga greinilega allt of mikið af þessu, vilja ekki sjá seðla. Ég hlakka ekkert til að fá heimabanka hérna, þó verður gaman að skoða þá, stefni ekki að fá marga reikninga í þessu landi 🙂 Best að borga þetta bara strax.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: