Sunnudagsspjall

Já það eru komnar þrjár vikur sem maður hefur verið hérna, líður eins og innfæddum sem hafi búið hérna í 37 ár og aldrei farið út fyrir landsteinana.  Skólavikan var ansi strembin, eða mig minnir það, þrjár hópakynningar að baki og margt að gerast.  Síðustu tveir skóladagarnir fóru í ,,workshop“ um veður, með tilheyrandi rannsóknarferð um Groruddalinn, en það er það svæði sem við rannsökum niður í agnir í haust.  Þetta var mjög skemmtilegt að pæla í þessu öllu.  Ég veit ekkert hvort ég eigi að lýsa þessu svæði fyrir ykkur, enda veit ég að það er bara ákveðinn hópur sem hefur áhuga á því, geri það kannski þegar líður á veturinn 😉 

Annars er helgin búin að vera nokkuð róleg. Vignir bauð mér í mat á föstudagskvöldið og gátum við skemmt okkur alveg einstaklega vel fram eftir kvöldi og gott betur.  Nú af því að ég er mikill áhugamaður um mat þá var mjög kærkomið að fá loks ,,framúrskarandi“ mat hérna, enda ekki möguleiki að hafa svona veislu oft vegna þeirra einstöku kjara sem LÍN gefur manni.  Það borgar sig ekki að hugsa um þá lánastefnu því hún kemur manni bara í slæmt skap.  Vignir bauð sem sagt upp á lambalærissneiðar með tilheyrandi meðlæti og var kjötið alveg virkilega mjúkt og gott, kom mikið á óvart.  Þakka Vignir kærlega fyrir þetta.  Á laugardaginn kíkti ég svo niður í bæ með Vigni (hverjum öðrum) :), farið var á bar það sem að íslenskar fótboltabullur voru að hita sig upp fyrir landsleikinn, Ísland-Noregur. Það var áhugavert að sjá svona heita stuðningmenn sem sumir hverjir áttu nú erfitt að koma sér á völlinn vegna stífrar drykkju, ég var nú bara í kókinu enda fékk ég rauðvínsglas kvöldið áður 😉

Tíminn hefur verið ansi fljótur að líða hérna en vissulega væri ég oft til að vera bara heima á Íslandi, það er bara svo gott og þæginlegt.

~ af Helgi á 7 september, 2008.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: