Findus Fiskesuppe

Það átti sko aldeilis að elda kvöldmat nú áðan.  Maginn galtómur og eldunarferlið átti að vera snöggt. Fyrir valinu var Findus fiskísúpa, súpa sem að leigusalinn minn gaf mér úr frystinum sínum.  Findus er s.s. sænskt vörumerki, svipað og 1944 heima, fyrir þá sem vita það ekki.  Ég hitaði súpuna, bætti 6 dl af vatni út í og hitaði.  Svo kom að því að smakka á herlegheitunum, oííí, þvílíkur vibbi….bragðið var ekki alveg það besta.  Ég er nú farinn að borða flest það sem lagt er fyrir mann eftir minn langa feril hér ofanjarðar, en þetta var ekki mikið skárra en pylsusúpan sem ég þurfti nauðsynlega að tala um fyrir ekki löngu síðan.  Það er greinilega ástæða fyrir að kallinn gaf mér þessa súpu, en hann sagði að þetta væri voða gott.

Mér er greinilega ekki æltað að borða súpur í þessu landi.  Þá eru nú 10-11 súpurnar hátíð sem við staffið í vinnunni fengum okkur stundum í vetur.

Jæja eitthvað varð ég að finna annað, því ég ætlaði ekki að gera mér það að borða þessa súpu.  Fór þá og náði í brauð og hálfgerðan gráðost o.fl. sem ég keypti í dag.  Nei gráðosturinn var svo blár og loðinn að ég sá lítið hvítt.  Ekki veit ég hvort að þetta hafi átt að vera svona, ostar eru mjög góðir og líka með smá myglu en þetta var ótrúlegt.  Ég þurfti því miður að henda gripnum áður en ég fattaði að mynd hefði verið skemmtileg í safnið.

Ef einhverjir hafa smakkað Findus fiskisúpu og líkað vel, þá er það gott og vel.  En annars eru margir þessir réttir alveg ágætir við svona aðstæður eins og maður lifir við í dag, stundum herramannsmatur.  Margir hafa það allavega miklu verra en ég í þessum heimi, því ég hef það bara allt of gott þannig að þetta var einungis jákvætt tuð.

~ af Helgi á 8 september, 2008.

2 svör to “Findus Fiskesuppe”

  1. Ég skil þig alveg greyið mitt….ég er búin að borða allar tegundir af Findus mat, þar sem hver einast svíi er heilaþveginn af því hvað þetta sé ferskt og hollt!!! Fiskisúpan er vibbi…..man það vel því ég fékk hana á fæðingardeildinni í Malmö um árið.

  2. Matur matur matur. Áhugamál? 🙂 Gott mál.
    Kveðja

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: