Pang!

Í gær var engin kennsla í öllum skólanum, heldur var nokkurskonar workshop sem nefnist PANG.  Aðalatriði þessa árlega atburðar er að hrista alla saman og gefa fólki færi á að kynnast betur.  Dagurinn byrjaði kl: 10 á því að maður fór í ákveðinn hóp, sem var valinn fyrir mann.  Það voru ca. 70 hópar og áætlað að ca. 10 væru í hverjum hóp, en það mættu auðvitað ekki allir og sjá þeir kannski eftir því núna.  Hver hópur fékk fullt af bambus, ,,kartöfludúk“, snæri, lukt og rafhlöður.  Svo átti fólk að gera eitthvað verk þar sem að ljósið myndi fá að njóta sín þegar rökkva tæki.  Það var ótrúlegt hvað ýmsir hópar gerðu og mjög gaman að sjá.  Seinnipartinn var þessu svo hætt og svaka málsverður fyrir alla á skólalóðinni og auðvitað bjór.  Ég fann loksins ódýran bjór, aðeins 20 no. kr., á ,,skólapubbnum“ (sérkennileg búlla það, en ekki slæmt verð).  Það var svo beðið eftir myrkvinu og hélt ég svo heim á leið þegar það var skollið á. 

Þetta var virkilega skemmtilegur atburður og gaf manni tækifæri að kynnast fleira fólki án þess að vera að tala bara um námið.  Það var vissulega heillandi um morgunin að vera bara heima og slaka á en ég sæi þá eftir því núna 🙂  Læt fylgja tvær myndir sem ég tók í dag en sumt sem hefur ,,aflagast“ í nótt en þær sína þetta alveg nógu vel, best er að vera á staðnum til þess að skilja þetta 🙂

Á morgun fer svo allur dagurinn í rútuferð um Groruddalinn mikla, þar sem að hann verður skoðaður áfram frá ýmsum sjónarhornum.  Um kvöldið ætlar Félag íslenskra námsmanna í Osló að hittast við grill og blaður og ætlum við Vignir að kíkja á það blessaða fólk.

~ af Helgi á 11 september, 2008.

2 svör to “Pang!”

 1. Hellúú. Hvað segiru ertu alveg að brilla í norskunni?

  Góða skemmtun á morgun, þetta verður örugglega skemmti- og gagnlegt.

  ajðevk

 2. Hæ, hæ

  Flottar myndir. Þetta hefur örugglega verið skemmtilegur dagur.
  Og ekki spillir að finna ódýran bjór ;o)
  Vona að það gangi vel í Groruddalnum ægilega.
  Hann virkar á mig eins og tröllvaxið Breiðholt eða eitthvað svoleiðis. Örugglega spennandi verkefni.

  Knús frá mér og Hugó.
  Helga

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: