5ta helgin

Þá er þessi helgi langt liðin og ný skólavika að renna upp.  Á föstudagskvöldið stóð FÍSN, Félag íslenskra námsmanna í Osló og nágrenni, fyrir hittingi. Að sjálfssögðu ákváðum við félagarnir að skella okkur, enda kærkomið að fara að hitta aðra Íslendinga þó svo að þessir Norðmenn séu líka voða fínir.  Við grilluðum, spiluðum og kjöftuðum langt fram eftir og var þetta ljómandi gaman. Þarna voru líka gerð stjórnarskipti í FÍSN og einhverrahluta vegna er ég orðinn gjaldkeri í því félagi, hafði nú hugsað mér að vera í fríi frá félagastörfum en svo þegar maður hugsaði lengra þá verð ég nú að hafa eitthvað að gera hérna annað en að læra, líka af því að ég er einn hérna.  En þetta er nú ekkert svakalega mikið jobb, það eru engar milljónir að streyma þarna í gegn, en þetta verður örugglega fínt.  A.m.k. var þetta fólk mjög fínt og skemmtilegt.

Svo kom föstudagskvöldið í bakið á manni í gær og fór dagurinn í almenna sjálfsvorkun.  Hafði mig þó til, tók til og bauð Vigni í mat, en hann fór snemma heim þar sem að skemmtanagildið í okkur var mjög takmarkað vegna almenns slappleika. 

Sunnudagurinn er öllu betri en ætli hann verði ekki bara rólegur.  Þema vikunnar í skólanum er svo GIS.  Ég sem ætlaði svo að vera áfram í fríi frá því, fékk alveg nóg á Hvanneyri með því blessaða forriti.  En þetta er voða sniðugt og flott forrit, þannig að ég bíð spenntur eftir upprifjuninni.

Best að enda þetta svo á nokkrum myndum af Groruddalnum sem voru teknar í vettvangsferðinni á föstudaginn.

~ af Helgi á 14 september, 2008.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: