Af ferðalögum og brjálæði

Jæja það er mikið um fjárfestingar hérna hjá íslensku námsmönnunum í Osló.  Þessar fjárfestingar munu ekki gefa mikið af sér í arð, allavega ekki í hagnaði, en þær munu skila sér í mikilli gleði og hamingju (eða það vona ég, haha).

Einu sinni á önn er alltaf farin ferð með stóra áfanganum sem maður er í, oftast til ,,útlanda“.  Þetta er svakalega skemmtilegt, auðvitað, en maður þarf að punga út fyrir þessu.  Jæja blessuðu kennararnir breyttu aðeins dagskránni, í stað 5 daga ferðar verður hún 3 dagar.  En það hentaði nú aldeilis vel, því glöggir menn sáu smugu á að geta eitt meiri peningum við þetta tilefni. 

Bekkurinn minn er sem sagt að fara til Þýskalands og verður dagskrá frá föstudeginum 3. október til sunnudagsins 5. október.  Nánar til tekið til borgar sem heitir Duisburg, rétt norðan við Dusseldorf.  Þar munum við skoða Emscher svæðið. 

Þá var allt í einu komin svaka eiða sem ég og Vignir vissum ekkert hvað gera ætti við.  Heyrðu jú förum til Íslands, hittum fjölskyldurnar sem við höfum saknað einstaklega mikið hérna.  Er það ekki annars rétt hjá mér Vignir, að þú sért með heimþrá haha?

Í dag voru svo flugin pöntuð (eða hluti af þeim) og vill ég þakka gömlu Flugleiðum fyrir að vera líklega með síbreytilegustu verð, uppfærð á mínútufresti, af öllum flugfélögum heims og einni fyrir að vera það flugfélag sem býður verstu kjör þegar maður tekur skyndiákvarðanir.  Til þess að komast til míns ástkæra heimalands þarf ég að byrja að fljúga með ,,samstarfsfélagi“ Flugleiða gömlu til Kaupmannahafnar.  Það mun vera vegna þess að ég hef ekki efni á því að borga 101.354 kr fyrir aðra leiðina á Saga Class.  Mér skilst meira að segja að starfsmenn Kaupþings fái ekki að gera það lengur.

Jæja fimmtudaginn 25. sept ætlum við að fljúga til köben og svo þaðan með okurleiðum til Íslands og lenda um kl: 15 hundruð að íslenskum tíma.

Degi síðar ætla ég að fljúga með ,,barni“ okurleiða, veit svei mér ekki hvað það á að kalla það glæpafyrirtæki.  Sem sagt til Akureyrar, þar sem að ég ætla loks að hitta hana Helgu mína og Huga Baldvin.

Þar ætla ég að vera þangað til á miðvikudag, þann 1. október og fljúga til Rvk.  Tæplega sólahring síðar (á fimmtudegi 2. okt) hitti ég svo Vigni aftur í Leifstöð þar sem að við fljúgum til höfuðborgar Noregs og lendum þar á hádegi. 

Þar munum við líklega bíða þar til seinnipartinn og fljúga frá Osló til Dusseldorf í Þýskalandi.  Þaðan er svo lest tekin í smá stund til Duisburgar, rétt norðan við Dussið.  Þar gistum við í þrjár nætur með kennurum og nemendum.  Ætli við gleypum ekki í okkur viskuna og verðum með öll skynfærin opin á þeim tíma.

Á sunnudeginum verður svo flogið frá Dusseldorf til Osló, seint um kvöld. 

Þegar ég lendi í Osló verð ég örugglega búinn að fá góðan skammt af útgjöldum, ferðalögum, flugvélum og Vigni, hahaha. En hva, maður er ungur námsmaður með fulla vasa af peningum og því engin vorkunn eða hvað?  En ef einhver ,,auðmaður“ er eftir þarna heima og les þetta þá má hann glaður heyra í mér og styrkja þessi mikilvægu ferðalög 🙂 Þau geta breytt ýmsu fyrir framtíð þjóðarinnar og hans, þá mun hann líklegast þakka mér innilega fyrir að hafa fengið að styrkja mig í gegnum þetta allt.   Þakka viðkomandi innilega vel fyrir, með fyrirfram þökk.

Sem sagt:

Osló – Kaupmannahöfn

Kaupmannahöfn – Keflavík

Reykjavík – Akureyri

Akureyri – Reykjavík

Keflavík – Osló

Osló – Dusseldorf

Dusseldorf – Osló.…………..það er best að skrifa ekkert um bíl- ,rútu- og lestarferðirnar sem munu verða farnar líka.

Í þessum pistli verður ekki farið í að reikna kostnað þessara ferða þar sem að það þarf löggiltan endurskoðenda/ur til þess að telja hvað það eru mörg núll fyrir aftan fyrstu töluna.  En hva gengið er svo gott þessa dagana.

Njótið vel og passið ykkur á flugfélögunum (þau eru ekki jafn sanngjörn og þau líta út fyrir að vera).

~ af Helgi á 16 september, 2008.

5 svör to “Af ferðalögum og brjálæði”

  1. Helgi, það er svo mikill húmor í þér! 🙂 ánægð með hvað þú ert duglegur að blogga 😀

  2. Jeiiii!!!!!

  3. Vá ég er næstum orðlaus (næstum) yfir þessari ferðaáætlun ykkur: Ekkert smá plan, allur tími nýttur. Nýttur í rétt áhugamál, ástvini. Gott mál. Má ég þá búast við miðað við þessi fjárútlát að ég fái ekki jólagjöf frá Dalvík hahahahaha.
    Kveðja

  4. Elsku bróðir mikið er nú gott að vita að þú ert að koma til Helgu og Huga.’Eg skal ath hvort ég á afgang til að styrkja þig ,við á héraði þurfum ekki að fá jólagjafir í ár .kveðja

  5. Ja hérna…þetta verður ekkert smá ferðalag 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: