GIS

Jæja þá nú er maður búinn að gis-ast helling.  Það vita kannski ekki allir hvað GIS er, en það er stytting á a Geographic information system eða Lanfræðilegt landupplýsingarkerfi.  Allavega er hægt að segja þeim ,,lesendum“ sem hafa áhuga á þessu námi að þetta eru fáir daga sem okkur er kennt þetta (eins og á Hvanneyri) en kennslan er mjög góð og fínn kall.  Þetta er mín skoðun!  Við fengum möppu með öllum fyrirlestrunum og haug af verkefnum, sem við gerum svo í tímunum.  Leiðbeiningarnar með verkefnunum eru mjög leiðandi og svei mér þá ef ég er bara ekki orðinn hrifinn af þessu forriti.  Ég hef alltaf vitað að þetta forrit getur gefið manni gífurlega möguleika, en ég ætlaði mér bara alltaf að hafa einhvern í þessu en kannski breyti ég þeirri skoðun núna, haha.  En þetta er eins og annað, ef maður notar þetta ekki þá gleymist það en þá á maður allavega þessi frábæru kennslugögn. 

Það er svo merkilegt með þennan skóla að við höfum fengið þessa fínu möppu og svo þvílíkt þykkt innbundið hefti (ca. 300 bls) í öðrum áfanga og maður þarf ekkert að borga.  Þessu er maður ekki vanur eða mig minnir svo 🙂 

Nú tekur svo við að gera GIS verkefni um Groruddalinn þar sem að hver hópur tekur ákveðið efni fyrir, safnar upplýsingum, kemur þeim fram á skýran hátt.  Þessi gögn eiga svo að nýtast síðar í haust þegar við hættum í rannsóknarvinnunni og förum í aðferðir og síðan í verkefnið sjálft.

Jæja góðar kveðjur, sjitt hvað þetta var nú leiðinlegt blogg.  Greinilega bara fyrir námsmenn sem hafa kynnst GIS-I.

~ af Helgi á 16 september, 2008.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: