Með allt á herðunum

Þá kom að því, gengi norsku krónunar hækkaði mest í dag gagnvart þeirri íslensku: 2,56% takk fyrir.  Við þetta tækifæri getum við fagnað því að hún rauf 16 kr. múrinn og endaði í tæplega 16,40 kr.  Gengið hefur aðeins einu sinni verið óhagstæðara fyrir Íslendinga hér í Norge (allavega á sl. 5 árum), en þá var NO kr. 0.027 kr hærri og var það í lok júni sl.  Ekki veit ég hvert framhaldið verður en ástandið er ekki mjög hvetjandi, íslenska krónan hefur nefnilega veikst um 8 % gagnvart þeirri norsku á rúmlega einum mánuði og um 42% frá því um áramót. Nú ef ég ákveð að hlusta á forsetisráðherrann okkar þá er hann alltaf búinn að ná botninum og segir að bjartari tímar séu framundan (Geir minn ef þú ætlar að sjá bjartari tíma þá verðuru að vinna vinnuna þína aðeins betur), ef ég hlusta á fjármálaráðherrann þá heyrist bara jarm því hann tjáir sig sem minnst um málefni sem tengjast efnahagsmálum eða peningum, enda dýralæknir að mennt og heldur sig til í réttum landsins á þessum tíma.  En ef ég hlustar á greiningadeildir bankanna þá skilst mér að þetta sé bara ekkert að fara að lagast í bráð.

Jæja áfram með gleðina.  Er ekki rétt að klappa fyrir öllum þeim fjárfestum, stjórnendum banka og stjórnmálamönnum sem hafa sannað hvað þeir hafa ekki verið starfi sínu vaxnir undanfarin ár (en sem betur fer er margt fólk til sem er mjög hæft og gott).  Það er nefnilega minna mál að stjórna heimili, fyrirtæki eða landi í góðæðri, en það kemst upp um hvað sumt fólk hefur verið vitlaust og gráðugt þegar kreppir að (ekki það að ég hafi stjórnað landi en get alveg tekið það að mér ef Geir er þreyttur).  Það sorglegasta við þetta allt saman er að það er almenningur sem þarf að moka flórinn eftir þessa ágætu menn, þeir höfðu jú vit á einu að ná að bjarga sjálfum sér.  Þeir eiga alveg fyrir reikningunum þó að þeir sökkvi nokkrum fyrirtækjum í sjóinn, tapa kannski nokkrum krónum en ég held að þessir snillingar svelti ekkert.  Og jájá ég veit að þetta er ,,alheimsvandamál“ enda er þetta ádeila á alla þessa sauði, ef ég má finna snyrtilegt orð yfir þá.

Samhliða þessu er hægt að fagna því hvað LÍN, Lánasjóður íslenskra námsmanna, er algjörlega úti á svelli í sínum málum með stjórnarformanninn Gunnar I. Birgisson í niðurbroddi.  Ég bara satt best að segja veit ekki hvar ég á að byrja þegar maður ræðir um námslán, annars hef ég ekkert út á þau námslán að setja sem íslenskir námsmenn heima fá, frekar þau kjör sem íslenskum námsmönnum erlendis er boðið upp á.  T.d. ef að norskir námsmenn klára nám, þá fá þeir þessi lán sín greidd sem styrk (allavega hluta).  Bíddu, bíddu styrk…..þá þarf maður ekkert að borga til baka….þetta má kannski kalla umbun fyrir að hafa fyrir því að mennta sig.  Til þess að pirra sig ekki á þessu þá er best að hugsa sem svo að ég þurfi sko engan styrk frá íslenska ríkinu, ég skal glaður borga þetta á næstu áratugum, það er ekki málið (reyndar skulda ég ekki svo mikið að það taki áratugi).

Svona eru þessar elskur rausnalegar, maður fær 35.000 kr í ferðalán fyrir 1 ár.  Haldið þið að það sé flott, það er eins gott að maður eigi smá auka pening annars væri manni bara hent út úr vélinni á miðju Atlandshafinu vegna þess að maður þarf að vera einstaklega heppinn til þess að fá flug með Okurleiðum fyrir þennan pening.  Var að skoða páskaflugið áðan, vegna smá einbeitingarskorts, viti menn það var í kringum 50 þús kallinn……þannig að það þýðir ekkert fyrir þá að segja: ,,Þú verður bara að panta flugið þitt snemma“….halló páskarnir eru eftir 8 mánuði.  En já alveg rétt LÍN reiknar ekki með að maður fari heim um páska og meira að segja ekki heldur um um jól.  Jú þeir vilja bara hafa þetta eins og þegar ungir menntamenn sigldu til meginlandsins með Goðafossi, skipi Eimskips, um haust og komu til baka í sauðburð ári síðar.

En ef einhverjir náðu að lesa þessa vitleysu alla leið hingað þá megið þið vita að ég er bara nokkuð hress og sæll.  Maður lætur ekki nokkra vitleysinga og eitthvað ástand koma sér í annað skap……..Föstudagur á morgun og er það gleðilegt að helgin skuli vera að nálgast aftur…..svo styttist í Ísland, það fagra og góða land.

Góðar stundir,

Helgi

~ af Helgi á 18 september, 2008.

3 svör to “Með allt á herðunum”

 1. Vaááááááááááá, hahahahahhahahahaha ….. nú segi ég bara halelúja og amen, hehehehe góður pistill Helgi. Nei, þetta er SATT!!!!

 2. Hi Hi þetta var alveg magnað hjá þér og bara heilmikið vit í þessu líka. Ánægð með þig hvað þú skellir sveitamáli oft inní textan s.s moka flórinn og sauðburður. Þetta er almennilegt. En já það er enginn lýgi að íslenska krónan gæti alveg verið hagstæðari fyrir okkur námsmenn sem erum að nema erlendis. En við látum ekki bugast!!
  kv
  HB

 3. Þú ert nottulega snillingur að koma orðum að jafn alvarlegu máli og þessu gengisdæmi. Ég hef fulla samúð með þér og veit nákvæmlega hvað þú ert að ganga í gegnum, enda pundið komið í 170 síðast þegar ég vissi.
  En það skemmtilega við að lesa bloggið er að maður getur brosað að þessu líka og það gefur manni lífsgleði sem erfitt er að finna þessa dagana. Vá ekkert smá alvarleg núna Heiða.
  Peningar eru bara peningar og pengingar geta orðið hugarástand ef þú kíst svo, jákvætt eða neikvætt.
  Ég hlakka til að hitta þig næst þegar ég hitti þig. Hafðu það gott á íslandi og týndu nú nokkur ber… svona bara fyrir mig.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: