Haustið…

Þá er ný skólavika byrjuð (nr. 7) með allri sinni dýrð & gleði, þetta er nefnilega mjög stutt skólavika vegna fyrirhugaðrar heimferðar.  Ég get sagt ykkur eina breytingu frá síðasta pistli mínum, gengi norsku krónunar gagnvart okkar ,,góðu“ krónu er bara á leið til tunglsins, en það er best að fá ekki aftur útrás fyrir því.

Veðrið í dag og um helgina hefur verið mjög gott, eftir frekar kaldar þrjár vikur, sem er mjög gleðilegt.  Hitinn er samt bara um 10°c á daginn, en sólin gerir gott betra.  Haustlitirnir eru smátt og smátt að koma á laufin og nokkur þeirra hafa þegar gefist upp og hafið rotnunarferlið.  Samt hefur græni liturinn ennþá yfirhöndina á umhverfinu, þannig að ég hlakka til að koma aftur til Noregs eftir tvær vikur en þá ætti þetta að vera orðið fallegra.  Þó hlakka ég meira til þess að sjá haustlitina heima, annars eru haustlitirnir það eina góða við þessi haust (held ég).  Held að mér þyki haustið erfiðasti tími ársins, þetta er svona niðurrif….endalaus kaflaskipti í lífi manns þessum tíma…..allir keppast við að birgja sig upp fyrir harðan vetur….og eitthvað fleira má telja upp.

Á laugardaginn fórum við félagarnir til Ás, þar var Íslendingahittingur. En það er einmitt smábærinn sem ég viðbeinsbraut mig í fyrir 4 vikum.  Við hittumst hjá Hrafnhildi og Ragnari og sáu allir um að koma með eitthvað með sér.  Það kom í minn hlut að koma með kartöflurnar.  Ég lofaði Helgu minni að fara ekki að hjóla, ekki á trampolín og að fara varlega þegar ég skæri kartöflurnar.  Hún var víst ekki tilbúin í að fá drenginn slasaðan til landsins.  Vignir hafði líka verulegar áhyggjur af því að ég færi eitthvað óvarlega og talaði mikið um mínar hrakfarir og var mjög feginn að ná mér inn í lestina á sunnudagsmorgninum. Við gistum nefnilega hjá þeim skötuhjúum, ekkert vit í því að taka lestina heim seint á laugardagskvöldi og lenda á lestarstöðinni í Osló.

Kvöldið var mjög skemmtilegt með skemmtilegu fólki….þakka öllum fyrir góða skemmtun og góðan mat.  Maturinn var nefnilega frábær, fær fullt hús stiga.

Annars er bara verið að bíða eftir að fimmtudagurinn renni upp en þá hefst Íslandsgleðin, ég hlakka mikið til.

Gott í bili.

~ af Helgi á 22 september, 2008.

Eitt svar to “Haustið…”

  1. Þetta er ekki krónunni að kenna…snillingarnir hérna voru að fatta það

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: