Fuglinn fljúgandi

Þá er ég búinn med verkefnið sem hefur verið i vinnslu og er tað gott. Tíu daga ferðalag framundan til Íslands og Þýskalands, eins og ég ræddi hér um daginn.  Eftir sólahring eða svo verð ég lentur i Keflavikinni med Vigni i handfarangrinum, eftir ferðalag til Køben og taðan til Islands.  Þó er kvíði og efi í mér að leggja í þessa ferð.  Þannig er nefnilega mál með vexti að ég kvíði svo fyrir að fá að borða í flugvélinni hjá Okurleiðum eftir síðustu serveringu þeirra.  Eftir þriggja tíma seinkun í ágúst komumst við upp í loftið og fengum mat.  Það var komið hádegi en ,,veislu“ eldhúsið hafði elda morgunmat ca. 8 klst áður og var hann borinn fram.  Á boðstólnum var lítið plastbox, neðst í boxinu var ca. 10 cm löng flesksneið (bacon), ofan á því var skrambúl (eggjahræra).  Ég hélt að þetta væri grín en eggjahæran var það, sú versta sem ég hef smakkað frá ,,veislueldhúsi“.  Ég veit vel að það er erfitt að bjóða upp á mat sem er eldaður löngu áður en hann er borðaður en það eru líka mörk á því hvað manni er boðið upp á (sérstaklega eftir 3ja tíma seinkun).  Þeir mega alveg hringja í mig ef þeim vantar nýjar tillögur að flugvélamat, er með margt í huga sem er hagkvæmt.  En ég borðaði auðvitað matinn minn, þannig að ég á ekki að vera að tauta þetta, hún er bara enn í svo fersku minni 🙂 Vignir man þetta meira að segja ennþá.  Því eru það tregablandnar tilfinningar en smá spenna að hugsa um hvað þessar elskur bjóði mér og Vigni upp á morgun………..

…….Nei annars þá er ég mjög spenntur að kíkja heim og eintóm gleði hérna í Osló í geggjuðu veðri.

Ég mun nú ekki stefna á ad fá mikla útras á þessu bloggi medan ég er á landinu, betra ad sinna þeim sem madur er med….get alltaf verdið  i tölvunni sidar.

Er ekki bara best ad segja góða helgi 🙂

~ af Helgi á 24 september, 2008.

2 svör to “Fuglinn fljúgandi”

  1. Góða helgi, góða ferð og verði þér að góðu.

  2. Já blessaði flugvélamaturinn. Veistu eftir árs búsetu úti í Noregi þá hef ég ALLTAF fengið svona unaðslega góða eggjabeikonhræru þegar ég flýg með morgunflugvélinni frá Keflavík. LJúft………!!! og er ég ekki matvönd en ég er ekki hrifinn af þessum mat.
    Góða helgi og byð að heilsa.
    HA de.
    mvh
    HB

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: