Er hægt að hafa það betra?

Snjór, slydda & frost……………

…..er partur af því sem ég fékk beint í æð meðan ég var á Dalvík.  Í morgun var nefnilega hvít jörð en það hefur líklegast horfið fljótlega.  Mér þykir þetta kannski aðeins of snemmt en ætli þetta sé ekki eitt af þessum stuttu kuldaköstum sem við fáum á haustin.  Annars var mjög gott á Dallas og náði ég að gera margt skemmtilegt þar.

Þessi vika hefur verið frábær, svo góð að ég ætla ekki að pikka það á ,,blað“.  En þessir Íslandsdagar eru senn á enda, ég fer í fyrramálið til Noregs….svo strax til Þýskalands.  Það var voða gaman að hitta fólk og heyra í fólki, hverrar krónu virði. 

Best að tjá sig aðeins um flugvélamatinn, sem ég hafði áhyggjur af í síðustu færslu.  Nú stóð veislueldhúsið sig bara nokkuð vel, því hef ég ákveðið að gefa Okurleiðum smá séns, enda get ég svo sem ekkert annað gert!  Það var hádegismatur og var boðið upp á hluta úr kjúklingabringu með kartöflusalati, brauð með.  Þá var einnig gefið skyr.is.  Af flugvélamat má gefa þessari máltíð fjögur klöpp af fimm mögulegum.

Ég ætla nú ekkert að vera að þylja upp hvað ég hef eitt tíma mínum í hérna, en ég hef bara notið þess að vera heima.  Til að nefna eitt þá varð Hugi Baldvin 4 ára og var haldið sjóræningja afmæli, svaka stemming þar.  Það er varla að maður ,,nenni“ aftur út, en ætli það sé ekki best að halda áfram? 

Það borgar sig ekki að tjá sig um norsku krónuna og alla þessa vitleysu í efnahagslífinu…..það er bara niðurdrepandi…..engu að síður held ég að rétt sé að reka alla þessa sauði úr Seðlabankanum og helst úr landi.  Sama má gera við þessa ríkisstjórn.  Þetta getur nú ekki talist vera klárt fólk nema í því að skapa vandræði og leiðindi.

Núna fer ég til Duisburgar í Þýskalandi og ætla að vera þar í fjórar nætur…….þangað til næst…hafið það gott.

~ af Helgi á 1 október, 2008.

Eitt svar to “Er hægt að hafa það betra?”

 1. Hæ Sæti.

  Það er ennþá allt hvítt…og enn snjóar og snjóar. Malarhaugarnir við Brimnes líta út eins og snjóskaflar.
  Hugi sagði í dag að það ætti alltaf, alltaf að vera snjór. Það væri svo gaman. Skil hann vel ;o) Það eru líka plúsar við þetta.
  Það var gott að hafa þig í þessa daga. Tíminn var samt allt of fljótur að líða……
  Við eigum etir að sakna þín rosa, rosa mikið,

  Helga og Hugi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: