Oslo igjen

Maður fer í ferðalag í tíu daga, fyrst til Íslands og svo til Þýskalands, þegar maður kemst aftur i samband við umheiminn eftir góða hvíld frá tölvum og sjónvarpi þá er allt hrunið.  Alveg ótrúlegt, það merkilegasta er að þeir sem hafa stjórnað peningastefnunni sl. ár séu enn við völd (ríkisstjórn, seðlabankahratið & bankastjóranir).  En hva…..ég ætla nú ekkert að tuða um þetta….þið gerið það örugglega nóg í vinnunum ykkar…….þó langar mig bara rétt að benda á að þetta er nú ekki alveg bersti tíminn til þess að vera í námi í útlöndum….allavega ekki þegar maður er svona háður þessu klinki sem við höfum.   

Í gærkveldi þá var norska krónan komin í 20 kr (þetta var áður en þeir festu gengið eða hvað það er kallað).  Það þýðir það að leigan mín hækkaði um ca. 35.000 kr á 10 dögum…geri aðrar þjóðir betur. 

Þá má nefna til ,,gamans“ að núna kostar bjór á bar ca. 1400 kr. Mjólkurlíterinn er ca. 250 kr. Brauð er ca. 450 kr.  Þá eru 500 gr af hakki komin í 1100 kr. 1,5 L af kóki er nú ca. 340 kr.  Það er ljóst að ég þarf að hugsa íbúðarmálin mín fljótt og spurning hvort ég flytji sem fyrst ef það er möguleiki, ég hef ekki áhuga að borga þá upphæð í leigu sem ég gæti leigt risíbúð með kokki, þjóni og bílsjóra í New York fyrir.

Þýskaland

Það kom mér á óvart hvað það var áhugavert og skemmtilegt að fara á svæði sem ég vissi lítið sem ekkert um og er ekki mjög þekkt fyrir Íslendingum (að ég held).  Það sem við skoðuðum þarna voru m.a. risastór gömul iðnaðarsvæði, þar sem kol voru framleidd og stál.  Þessi svæði hafa svo verið opnuð og notuð sem almenningsgarðar.  Verksmiðjunar hafa fengið að standa og getur fólk farið um hluta þeirra og svo hefur ýmislegt verið gert fyrir svæðin.

Þetta var því hin ágætasta ferð og lærdómsrík, en ég ætla ekki að skrifa meira í bili 🙂

 Á næstu dögum kem ég með brot af því sem ég gerði þarna suður frá 🙂  Ætla nú ekki að gefa frá mér allar hugmyndirnar.

~ af Helgi á 7 október, 2008.

3 svör to “Oslo igjen”

 1. já verlagið er ekki lengi að breytast þessa dagana, maður vaknar á hverjum morgni ægilega spenntur yfir því hvað mjólkin og brauðið kostar þann morguninn…….!!!!!

  Gott að ferðirnar gengu vel.
  KV
  HB

 2. Helgi, hvaða svartsýni er þetta maður, taktu nú á honum stóra þínum og sýnum þessum Norðmönnum að það sé engin vælutónn í okkur, bjóðum bekknum út að borða í hádeginu á morgun…kannski svona 40.000 þús íslenskar ef við bjóðum þessum 11 upp á pylsur!!!! Svo er íslenska ríkisstjórnin búin að setja neyðarlög…frábært…bara gerist ekki neitt…nema að versna

 3. Vá þetta er rosalegt. Ég veit hvað þér finnst bjórinn góður hihi Nú er málið að þið vignir byrjið að búa saman og svo bara brugga.
  You can do it.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: