Há mannvirki

Ein staðreynd sem ég þurfti að horfast við í þýskalandsferðinni var að mér líkar ekkert of vel við að vera í of mikilli hæð.  Hingað til hef ég nú ekkert flokkað mig sem lofthræddan og geri það ekki enn, engu að síður er ég ekkert mjög spenntur fyrir óþarfa príli.  Það var nefnilega farið upp í þrjá turna á þremur dögum, en þrjóskan kom mér upp í tvo þeirra og sé ég ekkert eftir því. 

Fyrsta mannvirkið sem farið var upp í var einskonar pýramídi, byggður á gamalli kolanámu.  Það tók ekki nema tveggja klukkutíma göngu í rigningu að finna þetta blessaða mannvirki (sumir hefðu kannski orðið vel pirraðir á því ferðalagi 🙂  Til þess að komast upp að mannvirkinu þurfti að fara upp lengsta stiga sem ég hef farið eða 370 tröppur.  Miða við uppstig 16 cm þá er hæðin 59,2 m sem jafngildir ca.  24 hæða blokk, en hva það var ekkert mál….maður er kominn í svona ágætt form eftir alla gönguna í Osló.  Þegar upp var komið var farið að rökkva og vindurinn lék um stálbitana og vírana þannig sumum stóð ekki á sama.  Þessi staður var lokaður og hafði verið bundið fyrir gönguleiðina, en það stoppaði þessa galvösku félaga ekkert í því og ég því á eftir, enda stoltið í húfi.  Á leiðinni upp velti ég því fyrir mér af hverju þetta var lokað, voru einhverjar rær lausar, ætli þetta hrynji, ef það myndi hrynja þá fengi ég ekkert að borða í kvöld og dæmið fullkomnaði ég með því að líta niður í gegnum grindargólfið þegar ég var hálfnaður upp.  Þá ákvað ég bara að bíða þar, glaður með að vera kominn í þessa hæð, enda mjög svangur 🙂

Næsti turn sem við fórum í var gamallt gassíló.  Inn í sílóinu hefur verið útbúinn sýningarsalur með mögnuðum loftmyndum o.fl.  Fyrir ofan sýninguna var önnuð hæð þar sem að fólk gat lagst og horft upp í turninn, sem hafði verið lýstur upp með daufri lýsingu og svo var geimverutónlist sem lék um salinn ásam bergmáli fjöldans.  Að innan var hægt að taka lyftu upp um ca. 80 m og fara þar út, úff það var smá sjokk.  Þá þurfti maður að labba upp um 20 metra á topp sílósins sem og var maður því í um 100 m hæð.  Þvílíkt útsýni.  Eitt af því sem ég gat þó ekki hætt að hugsa um voru menninir sem byggðu þetta, festa ró þar og sjóða eitthvað saman á einhverri brún.

Jæja þriðja mannvirkið var svo einhver hluti af stálverksmiðju og fór ég þar upp í ca. 80 m hæð.  Það var mjög fínt þegar maður var kominn upp og afar áhugavert að labba upp stigana sem voru hengdir utan á. 

Læt fylgja með myndir af þessu ævintýri mínu, sem einhverjum þykir kannski ekki merkilegt, en mér fannst það! Hananú 🙂

~ af Helgi á 8 október, 2008.

2 svör to “Há mannvirki”

  1. Vá hvað þú ert duglegur.
    Ertu allur í föðurættina í sambandi við að vera hátt uppi.
    Ha ha smá grín.

  2. Þér hefur tekist vel að „photoshoppa“ þig inn á myndina, mjög fagmannlegt. Hver var svo góður að láta þig hafa þessar myndir?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: