Þessi er djúpur!

Þá er bara að koma enn ein helgin, 41. helgi ársins.  Hvar værum við ef það væru ekki helgar, hugsa sér lífið ef fólk hefði aldrei frí, tíma til þess að vera með þeim nánustu, tíma til þess að skoða & kanna nýja hluti, tíma til þess að fullnægja þörfum mannsins.  Allir hafa gott af því að vinna og stundum vinna mikið, en það er mikill missir ef maður gerir ekkert annað, eitthvað sem maður myndi sjá eftir í ellinni…..og færi að hugsa ef ég hefði gert þetta o.s.frv.

Ég hef fylgst náið með þessu blessaða ástandi heima og veit ekki hvort að ég eigi að vera að tjá mig mikið um það, enda held ég að það sé ekki hollt fyrir fólk að vera með þetta fyrir eyrunum öllum stundum….það veldur bara depurð.  Engu að síður líður mér ljómandi vel, ég lifi á skýi eftir mín ferðalög og gott að hafa bensíntankinn rúmlega fullann.  Það eru þó nokkur atriði sem mig langar að komi fram þar sem ég hef lítið annað að gera þessa stundina, haha.

Geri, kannski fráfarandi forsætisráðherra, er ekki stjórnmálamaður sem þolir álag til lengri tíma.  Hann hefur takmarkaða þolinmæði og á það til að vera dónalegur á köflum.  Einnig sagði hann áðan að nú væri ekki rétti tíminn til þess að draga menn til ábyrgðar, nú hvenær er hann þá? Æi ég var búinn að gleyma að þessi flokkur er ekki með hugtökin siðgæði eða að draga til ábyrgðar í sinni biblíu.  Hvernig væri að þessi háblái flokkur myndi einu sinni reyna að gera eitthvað sem þjóðinn vill, reka bankastjórn Seðlabankans með skömm.

Ég tek ofan fyrir fulltrúa X-S í stjórn Seðlabankans sem sagði af sér í dag, mig langar að færa henni blóm eða eitthvað….konfekt.  Hvernig væri þá að hinir myndu gera slíkt hið sama.  Eitt hefur vakið furðu mína er hvar stjórnarandsstaðan sé, er hún ekki til eða?  Þetta er vissulega áróður hjá mér á tímum sem að allir eiga að standa saman, það getum við vel gert….ég og Vignir stöndum hér saman í Osló í blíðu og stríðu, aðallega blíðu.  En það er óþarfi að hafa menn við völd sem skemma fyrir, hafa misnotað fjölmörg tækifæri til þess að svona færi ekki, hafa ekki traust þjóðarinnar.  Ég bara verð til að auka á bros mitt að nefna eitt nafn, Árni Matt, dýralæknir að mennt….það er svo merkilegt að maður úr svona mikilli fjölskyldur skyldi ekki geta lært meira um stjórnmál, þegar hann er sonur fyrrverandi alþingismanns og ráðherra….það er því sannað að menn/konur eru ekki fæddir/ar til þess að feta í spor foreldra sinna, allavega hvað atvinnu varðar.  Mér finnst bara sorglegt að menn geti ekki verið gagnrýnir á sjálfa sig.  Þessi ádeila á þennan tiltekna flokk er skrifuð með mikilli virðingu fyrir ömmu minni og vona ég að hún muni aldrei heyra eina línu af því sem skrifað hefur verið hér að ofan.  Þó er hún svo skynsöm og frábært að henni líst ekkert á þetta ástand og hefur gagnrýnt ákveðna menn.  Þetta sannar það að blátt fólk getur verið mjög skynsamt og frábært, enda skiptir engu máli hvar fólk er í pólitík, aðeins að það hafi skynsemi og sé sanngjarnt.

Veðrið í dag var alveg frábært, einskonar íslensk sumarveður.  14°c, heiðskýrt og logn, fullkomið.

Ég keypti mér bók í fríhöfninni til þess að hafa eitthvað að lesa í þotu Okurleiða, því yndislega félagi, kannski bráðum ríkisfélagi.  Brúðguminn eftir Ian McEwan.  Svolítið mögnuð bók, frekar slappur fyrrihelmingur en sá seinni gerði gott betra og fékk mann til þess að hugsa.  Þetta er s.s. saga um hvernig gjörvöll tilvera manna getur umturnast við eitt atvik, eina snertingu, eitt orð sem var sagt eða ekki.  Best að taka það fram að þetta er ekki bók fyrir fólk með öllu mjalla, aðeins fyrir svona heilabú sem þurfa að hugsa hvern daga, hvert augnablik og þangað til niðurstaða fæst í það sem greint var.

Þá er bara að halda gleðinni, brosinu og andlitinu 🙂 Þetta átti að verða svo stutt hjá mér, en endaði í ritgerð, gat verið, 660 orð 🙂

~ af Helgi á 9 október, 2008.

Eitt svar to “Þessi er djúpur!”

  1. Segðu! Árni Matt er nú bara hálf ósýnilegur þessa dagana á öllum þessum blaðamannafundum… ætli að hann sé að íhuga að snúa til starfa sem dýralæknir? Það væri óskandi… allavega fyrir fólkið í landinu en kannski ekki dýrin 😉 Já, gott hjá þessari konu í seðlabankanum að segja upp, held að ég gæti þurft að bíða ansi lengi eftir að Dabbi geri það sama…
    Held að Geir sé að fara á límingungum, að kalla fréttamann fífl er ekki gott… hann er ekki að redda þessu!
    Já, hvar er stjórnarandstaðan???

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: