Ganga…

Jæja, þá er þessi helgi senn á enda og skulum við vona að hún komi aldrei aftur, hehe….það gerðist nefnilega ákkúrat ekki neitt….en brosum að því 🙂

Vignir bauð mér í göngutúr á föstudaginn, svona þar sem að það var enginn skóli.  Hann kom heim til mín og sagði að það væri voðalega gott veður úti, sem það og var.  Gönguferðin var kannski búinn að vara í 20 mín þegar það byrjaði að rigna og það ringdi og ringdi….en alltaf gengum við.  Það var ekki fyrr en við vorum komnir niður í bæ að við settumst inn á einhvern stað og slöppuðum af.  Þetta var þó hressandi og skemmtilegt. 

Á þessari göngu gengum við framhjá blokk, ekki langt frá skólanum okkar þar sem að fólk hafði hengt fullt af skilaboðum á svalirnar sínar.  Ég hef nú ekki séð svona áður en kannski virkar þetta í borg hinna hörðu efna.  Þetta er nú hálfgerð íslenska sem stendur þarna en til þess að taka af allan vafa þá stendur: ,,Við búum hér, við sjáum þig.  Ekki kaupa dópið þitt hér!“

Gaman að búa þarna

Gaman að búa þarna

 Svo læt ég fylgja eina mynd af haustinu, en það hefur verið mjög gott veður, ca. 12°c og léttskýjað.

,,Haustið"

,,Haustið"

~ af Helgi á 12 október, 2008.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: