Eftirsóknarverðir Íslendingar

Já ég veit ekki hvort að það sé eftirsóknarvert að vera Íslendingur í Noregi eða ekki.  Þessu ágæta fólki hérna þykir þetta stórmerkilegt, hvernig þessi litla þjóð náði að detta svona á bossan og brjóta rófubeinið um leið.  Fólkið í skólanum hefur mikinn áhuga á þessu og spyr mikið.  Nú sjá þau ný tækifæri opnast, versla jólagjafirnar á Íslandi, það er þá eitthvað nýtt…en að sjálfssögðu jákvætt ef verðalagið heima helst eins og það er í dag….sem það gerir nú varla.

Á mánudaginn fór ég í smá blaðaviðtal við eitthvað háskólablað hérna um hvernig ástandið hefur áhrif á Íslendinga hérna í Noregi.  Ég var nú ekkert að farast úr spenningi en hún, blaðakonan, ætlaði ekki að gefast upp og lét ég því undan.  Sveinn, félagi minn úr skólanum var einnig með í þessu viðtali.  Í gær kom svo ljósmyndari í skólan og myndaði okkur í bak og fyrir, hélt ég að þessu myndi aldrei ljúka. 

Það er áhugavert hvernig fólk í þessum bransa nær að fá fréttina sem það vill fá, þannig vildi ljósmyndarinn hafa okkur alvarlega og alls ekki brosa á myndunum….það væri ekki viðeigandi.  Það varð auðvitað til þess að ég gat ekki annað en brosað en náði mér niður þar sem að alvörugefnin var að drepa mig, rétt eins og flesta aðra daga ársins.

Í dag hringdi svo einhver útvarpsmaður sem vildi mjög fá mig í viðtal og ræða þetta ástand.  Ég sagði honum að ég væri upptekinn og hann gæti prufað síðar, vona bara að hann gleymi mér….kemur í ljós.  Þetta er ekkert það mest eftir mest eftirsóknasta að lenda í viðtali þar sem að maður á aðeins að segja allt hið svartasta, þannig að maður ratar ekki heim að viðtalinu loknu vegna myrkurs 🙂

Mér var bent á í skólanum að ég ætti auðvitað bara að fara í sem flest viðtöl og taka greiðslu fyrir það, það er ekki slæm tilhugsun.  Þá gæti fyrirsögnin orðið eitthvað á þá leið: ,,Halar inn peninga meðan hann horfir á þjóð sína hverfa aftur í moldarkofana.“  Þetta er nú meiri vitleysan sem maður malar hérna .

 Á morgun er svo fundur um ástandið, haldinn af Íslendingafélaginu í Ósló.  Þangað kemur frú sendiherra og ætlar að tjá sig.  Held að það sé gífulegur áhugi hjá mér og Vigni að kíkja þangað, aðallega til þess að athuga hvort að þeir bjóði nú ekki upp á eitthvað….við kannski spörum okkur eina kvöldmáltíð og fáum að taka afganga með heim, hahahaha.

Skólinn er fínn þessa dagana og er workshop í gangi þessa vikuna, sem endar með lítilli kynningu á föstudaginn.  Við erum sem sagt að kafa ofan í scenarios, strategies and identifying projects, ég ætla nú ekkert að gleðja ykkur með því að þýða þetta enda miklu meira töff á svona útlenskuGífurleg stemming þar á bæ.

Annars sagði Björn gamli Bjarnason eina góða setningu (eða skrifaði á bloggi sínu): ,,aðeins með sterkum Sjálfstæðisflokki og undir öruggri forystu hans gæti þjóðin komist heil frá þessum hildarleik.“  Ég velti því bara fyrir mér hvort ekki sé hægt að koma manninum í snatri á Hrafnistu?  Það er ekki annað hægt en að hlægja þegar maður les þetta, ætli hann hafi íhugað að vera með uppistand í Þjóðleikhúsinu á næta ári….ég myndi þá bjóða Helgu minni á sýninguna….en ætli hún myndi ekki fyrr fara á einhverjar aðrar samkomur í stað þess að hlusta á hann, haha.  Ég hélt að það væri lifandi fólk sem að ætti möguleika á að gera hlutina betri ekki einhver samtök, ég held að nú um stundir sé bara fáum treystandi fyrir stjórnartaumunum þarna.

Best að enda hérna……kveðjur Helgi

~ af Helgi á 15 október, 2008.

3 svör to “Eftirsóknarverðir Íslendingar”

  1. Frábær færsla. Hvar á ég að byrja…þú ert að meika það…Hrafnista.
    Hvanneyrarkveðja

  2. Verð að skjóta þessu inn. Já svo er þetta líka góð færsla því þetta er ekki bankafærslabanka á milli landa…haha; halla segir aulahúmor.

  3. Já, það er eitt að fara erlendis í ómerkilega skólavist, en að meika það svona gífurlega í fjölmiðlum er eitthvað sem fáum tekst. Koma sér á framfæri, þó það sé með tárin í augunum er aðalmálið…bíð spenntur eftir að þeir hafi samband við þig frá „raunveruleikaþáttunum“!!! Hehehehehehe, alltaf góður Helgi.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: