43. vika ársins já!

og hún er rúmlega hálfnuð, ekki slæmt það.

Ég hef nú ekkert verið að tjá mig hérna undanfarið og ætli það megi ekki skýra það af lægð sem gekk hér yfir, ekki var það veðrafyrirbrygði heldur frekar hugarástandið sem truflaði svona rosalega…held ég hafi ekki lent í þessu áður, reyni nú að vera frekar jákvæður…það er skemmtilegra.  Helsta skýringin á þessu falli er að fjarlægðin á milli landa hentar mér ekki alveg þar sem að ég vill fá að hitta mína nánustu oftar en gengur og gerist…..sem sagt að vera ekkert í öðru landi!  Hefur þetta lýst sér í einbeitingarskorti, svefnleysi og stanslausu urri á Vignir…..haha nei allavega ekki það síðasta (eða ég vona ekki Vignir minn).  Annars er hann lítið skárri og er þessi dvöl okkar án fjölskyldnanna með því erfiðara, allavega svo ég tala fyrir mig.  Best er þó að taka einn dag í einu og vera þakklátur fyrir það sem maður hefur og á….þannig að ég sé ljósið 🙂

Jæja nóg af tuði, þeir skynsömu skilja mig 🙂

Í vikunni áttum við að velja okkur lokaverkni sem við vinnum að fram að jólum, þetta er nokkur frjálst nema að maður verður að taka fyrir Groruddalinn og vinna að þeim vandamálum sem þar eru fyrir.  Það máttu vera tveir/tvö/tvær saman í hóp og ákváðum ég og Vignir að vinna saman, enda höfum við aldrei prufað það.  Það kemur svo í ljós hversu vel hann lætur af stjórn en ég vona það besta….hahaha….en annars þá verður þetta vonandi bara skemmtilegt verkefni og að nógu að vinna næstu vikurnar.  Í gær þurftum við svo að halda smá tölu fyrir kennarana og segja hvað við ætluðum að gera og færa rök fyrir því og tókst það nokkuð vel….held ég.

Annað kvöld ætlum við íslensku námsmennirnir í Osló að hittast og eiða kvöldinu saman, reikna með að það verði skemmtileg stund :)……svo er það bara að læra um helgina og vera duglegur.

Hafið það gott þangað til næst 🙂

~ af Helgi á 23 október, 2008.

5 svör to “43. vika ársins já!”

 1. URRRRR…ANDSKOTINN HAFI ÞAÐ, HELGI!!! Hehehehe, við erum alltaf í góðu jafnvægi …bara misgóðu!!! þú hefur ekkert verið svo slæmur, fyrir utan það er þú beist mig í öxlina!

 2. Já það er leiðinlegt að sakna. En þið eruð nú svo kátir. Þið verðið bara að taka Joey og Chandler stílinn á þetta og knúsast á vandræðanlegan hátt. Ég ætla ekki að senda á þig neinar knúskveðjur í þessum ummælum. Tek líklega bara í höndina á þér í sumar þegar við erum bæði full og búin með beljurnar…hahahaha.

  Kveðja

 3. Held að allir sem þurfa að vera í burtu frá familíunni skilji þessa líðan… En maður kann að meta allt betur held ég og tíminn er svoooo fljótur að líða og þú verður mættur á klakann í allt krepputalið áður en þú veist af 🙂 Bestu kveðjur

 4. Ja þetta var ykkar val drengir mínir og ykkur engin vorkun með það. Hinsvegar get ég huggað þig með því að það er draumur að vinna með Vigni. Hann er vinnusamur, hnittinn, ósérhlífinn og tilbúinn til að gera öllum til geðs. Svo lætur hann ótrúlega vel að stjórn. 🙂

  Trúðu mér ég haf ómælda reynslu af því að vinna með Vigni
  Gott mál.

 5. Ja Aldís þetta er bæði alveg rétt hjá þér, okkar var valið og erum við glaðir með það 🙂 enda er mun betra að vorkenna börnum og fólki í hinum verri löndum….ég hef það helvíti gott enda er föstudagur í dag. Samstarfið við Vigni gengur vel, við erum ennþá vinir eftir þessa viku…haha….ætlum meira að segja að skemmta okkur í kvöld.

  Ég hlakka mikið til þegar við förum að mjólka þessar beljur María, en eins og þú veist þá hef ég ekki úthald í meira en eina enda skilar hún alveg 3-4 lítrum…..hahahahaah

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: