Halló!

Stundum veit maður ekkert hvað maður á að skrifa í þessa titla hérna 🙂

Í gærkvöldi var farið að hitta aðra íslenska námsmenn hérna í Osló.  Það áttu allir að koma með sína köku, brauðrétt eða þvíumlíkt og er þessi atburður kallaður fermingar- veisla….vegna þess að þegar allir koma með eitthvað þá verður borðið hlaðið kræsingum.  Með þessu drakk fólk sína drykki sem hörnuðu hjá flestum eftir því sem á kvöldið leið.

Mitt framlag á borðið voru litlar kerloggskökur….áttu fyrst að vera hrískökur en það var ómögulegt að finna það í búðinni.  Ég held að þær hafi verið ætar…allavega kláruðust þær.  Þegar leið á kvöldið var allavega ein komin með brjóstsviða og var skuldinni skellt á mig og minn saklausa rétt, vegna blöndu á sýrópi og dökkusúkkulaði= brjóstsviði…..ef ég skildi þetta rétt.  Mikil speki þarna og hafði ég bara gaman af henni, en ég vona að brjóstsviðinn sé farinn hjá viðkomandi þannig að lífið geti haldið áfram sinn vanagang:)

Kvöldið var mjög skemmtilegt og er þetta eiginlega ótrúlegt hvað það hefur valist vel inn í landið af íslenskum námsmönnum hingað, alveg stór skemmtilegt fólk, spurning í hvaða landi vandræðagemsanir eru í. haha

Annars hefur dagurinn verið frekar rólegur og er stefnan á að kvöldið verði svipað.  Á morgun förum ég og Vignir í ferðalag.  Við þurfum að keyra ca. tvo tíma í norður til þess að skoða og taka út sex áningarstaði og keyra svo aftur heim, þetta er verkefni okkar í einum áfanganum.  Þetta verður bara skemmtilegt að fara út fyrir borgarmörkin, en ég held að spáin sé ekkert svo góð…það kemur í ljós….allavega engin snjóflóð á þessari leið.

Á miðnætti gerast svo skemmtilegir hlutir, þá breytist tíminn hérna þannig að nú verður klst munur á NO & ÍS í stað tveggja klst.  Það verður mun betra svona upp á samskipti mín við Ísland 🙂  Mig grunar þó að þetta geti ruglað hann Vigni í fyrramálið, en við ætluðum að hittast kl 9…hann væri vís með að breyta sínum tíma á New York tíma….blessaður kallinn.  Hausinn var víst eitthvað að angra hann í dag, mig bara dettur ekkert í hug sem gæti skýrt þá líðan hans…..hahahahah….annað en hjá mér, svo ferskur eftir gærkvöldið…enda einstaklega skynsamur 🙂

Í dag var svo Steingrímur J. sá eini í Osló, hann hélt fund hérna með Íslendingum og hefur væntanlega ekki verið orðlaus þar.  Ég hafði nú áhuga á að fara, til þess að sjá aðra og láta aðra sjá mig, hélt þó að ég væri að fara í smá rannsóknarferð með Vigni seinnipartinn, en það breyttist en ekki fór ég á fundinn.  Ég finn mér þá bara einhvern fund seinna til þess að fara á 🙂

Jæja nóg í bili!

~ af Helgi á 25 október, 2008.

2 svör to “Halló!”

  1. hellú, kveðja frá nýja íslandi. hey þetta með heimþránna… hvað sagði ég ekki 😉
    Ljónin já. nú ferð þetta allt að tikka inn, 25 ára aldurinn hefur ýmislegt í för með sér, þunglyndi, þynnku og þjóðráð (eins og þetta er ekki)
    Eins gott að þú komir heim um jólin, hlakka til að sjá þig

  2. Hæhæ Bragi. Já það er ótrúlegt hvað þú getur gefið manni mörg þjóðráð, bara djöfullegt að hafa ekki hlustað betur á þig þegar þú varst að tala um heimþránna í mitt fólk….þetta líferni er ekki gott fyrir okkur ljónin.
    Ég hef ekki upplifað mikið þessi aldurseinkenni en ætli þetta sé ekki allt að koma, haha.
    Að sjálfssögðu kem ég heim um jólin, en hvað ég verð mikð í Rvk veit ég ekki um, en hitti þig auðvitað og hlakka ti.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: