Andstæður

Í gær fórum við félagarnir í ferðalag til og um Riksvei 7, en þangað tekur tæplega tvo tíma að aka.  Tilgangurinn var verkefni í einum áfanganum að kanna áningarstaði staðsetningu o.fl.  Þetta var ljómandi ferð og gaman að komast út úr þessu borgarumhverfi og sjá sveitina og litlu þorpin, aðeins mannlegra eða kannski ómannlegra því maðurinn hefur ekki hlammað sér jafn mikið þar…allavega.  Við fengum alveg frábært haustveður sem að spillti ekki fyrir.  Þessi ferð tók megnið af deginum og komum við heim seinnipartinn.  Vignir var með GPS tæki í bílnum, sem við höfðum fengið lánaðan.  Það eru þó kostir og gallar við þetta tæki, eflaust bara kostir ef maður kann á það, en það dró okkur um nokkrar götur Oslóborgar án þess að eftir því hafi verið óskað.

Hún Helga mín, sendi mér myndir í gær sem hún tók af Dalvík á laugardaginn og set ég eina hérna inn.  Það bættist víst slatti af snjó við á þann sem fyrir var nóttina á eftir 🙂  Ég væri alveg til í að vera þarna og moka, væri bara gaman.  Hlakka bara svo til að komast heim, svo einfalt er það!

Heimili okkar og snjór á Dalvik

Heimili okkar og snjór á Dalvík

Later!

~ af Helgi á 27 október, 2008.

Eitt svar to “Andstæður”

  1. Vá snjór, sjáumst voandi öll brátt. Allavega þegar Benni kemur!!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: