Bless október

Þá er þessi mánuður senn á enda, eintóm gleði 🙂

Í gær dröslaðist ég fram úr rúminu, gekk að glugganum og kíkti á hitamælirinn.  Leit á hann, 1°c úti, þá náðu augun að greina hvíta jörð.  Þá fyrst vaknaði ég, þurfti ekkert að fara í bólið aftur.  Þetta var nú ekki mikið, ca. 1 cm en í dag er allt orðið eins og það var.  Annars er orðið leiðinlega dimmt hérna, en myrkur skellur á rétt fyrir klukkan fimm.

Verkefnið okkar Vignis gengur ágætlega, höldum við.  Svæðið sem við völdum okkur þekur 450 ha þannig að við ættum að hafa nóg að hugsa um.  Erum með tvo kennara og svo einn aðstoðarkennara sem er nýútskrifuð sem landslagsarkitekt.  Það er meira hvað þetta unga útskrifaða fólk ætlar að bjarga heiminum og pirra okkur Vigni mikið….spurning hvað verður um okkur.  Haha, nei ég segi svona, það getur samt verið misvísandi að útskýra einhverja hugmynd þrisvar sinnum fyrir þremur hausum og fá svo tólf ráð um hvernig eigi að massa hlutina.  En bara gaman að þessu.

Helgin er frekar óráðin, ætli hún fari ekki bara í að spara pening og læra en vonandi líka í eitthvað skemmtilegt, ekki það að það sé ekki gaman að læra 🙂  Talandi um pening, við göngustíginn nálægt skólanum er oft maður að bettla pening, situr þar með mynd af tveimur börnum.  Hann var þarna í morgun um níu leitið og líka þegar haldið var heim á leið um fjögur.  Ég held að hann hafi ekki afrekað mikð í dag blessaður en mikið ofboðslega vorkenni ég karlgreyinu.  Hann virðist vera í lagi þ.e.a.s. ekki fullur eða í dópi og skil ég bara ekki af hverju hann er ekki að vinna, maður á besta aldri.  Jæja nóg um hann, vona að það komi bjartari tímar fyrir hann og aðra.

Góða helgi, Helgi.

~ af Helgi á 30 október, 2008.

3 svör to “Bless október”

  1. Ekki vorkenna öllum. Þegar ég bjó í Englandi var alltaf sami gaurinn sitjandi með hækjur fyrir utan bíóðið. Svo kom það í ljós einn daginn þegar ég fór heim með strætó var hann þar líka og gekk út með hækjurnar á öxlunum. Bjó bara í götunni við hliðin á. hahah. Kveðja

  2. Hann er örugglega að spá hvert þú sért eiginlega að fara. Vorkennir þér heil ósköp að þurfa að ganga þetta fram og tilbaka, strita svo heil ósköp allan daginn og eiga samt ekki fyrir salti í grautinn.

  3. Hehe, góðir punktar. Það væri þá aldrei að hann myndi vorkenna mér, hahaha.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: