Hausinn af….

Nú er þetta land alveg að fara með mig.

Fór út í hraðbanka áðan og tók út pening, alveg ágætis upphæð þegar búið er að margfalda hana með 18.  Fór því næst í búðina til þess að kaupa mér rakvélablöð, þar sem að rakstur hefur ekki farið fram í 8 daga.  Hefði ég vitað hvað ég þyrfti að punga út fyrir þetta og að skapið yrði ekki gott eftir þessa ferð þá hefði ég nú bara haldið mig heima og safað skeggi næstu vikurnar.  Þessi bölvuð blöð kostuðu rúmlega 2500 kr eftir umreikningu í þetta íslenska hland sem kallast mynt.  Það fór ýmislegt í gegnum hugann þegar ég var að borga þetta og fékk líklegast öll ríkisstjórnin higsta og seðlabankapakkið um leið.  Ef einhver ætlar að verja þessa bjána og segja að þeir eigi ekki hluta af þeirri sök sem er í gangi þá veit ég ekki hvort að það ætti að commentast hér. 

Ég veit ekki hvað ég er búinn að fara oft í hraðbanka undanfarið, tek oftast lítið út í einu en alltaf er þetta búið og það er ekki eins og það sé eintóm veilsa í kofanum.  Mjólk og brauð kosta bara hausinn af og þetta er alveg að fara í mínar fínustu núna um þessi mánaðarmót, halelúja.

Jæja hafið kvöldið gott, nema þessir ríkispúkar vona að þeir hafi það bara nokkuð slæmt…

~ af Helgi á 1 nóvember, 2008.

5 svör to “Hausinn af….”

 1. Hei!
  Þegar þú kemur heim þá verður sko veisla!
  Hvað langar þig í?

 2. Já nú er það bara enginn rakstur,klipping né eitthvað sem kallast veisla þessa dagana. ÆTli það sé ekki best að sleppa því bara líka að fara í bað nema á jólunum svona til að fara bara alveg aftur í „GAMLA“ daga svona að því að við erum kominn ansi langt aftur í tímann með margt þessa dagana. Spurning hvort þú verður ekki bara koma með okkur í paradísarlandið hinum megin við landamærin næst. Hafðu það gott þ.e eins gott og hægt er þegar maður ekki blótar og bölvar þessu ástandi………….EN Munum eitt, Það sem ekki Drepur Mann styrkir mann………….

 3. Humm, mig langar í svo margt….kjúkling, slátur, heimagerða pizzu og margt annað, haha. En þetta eru bara lúxusgerfiþarfir, get alveeg verið án þeirra.

  Já Hrafnhildur enda er ég búinn að styrkjast fullt síðan í ágúst, haha. En ég held að ég fari ekkert í klippingu hérna, þá fyrst færi hausinn alveg af. Ég hef mikinn áhuga að kíkja í þetta paradísarland þar sem að allir eiga fyrir vökvum og keti.

 4. Ég er alveg búin að ákveða hvað ég ætla að gefa þér í jólagjöf. Mat, sápu, rakvélablöð og svoleiðis nauðsynjavörur 😉 Svona,,Survivalkit of the Icelandic overseas student“ Yepp, gæti verið jólagjöfin í ár 😉 Ætti kannski að fá einkaleyfi… og kannski svona píluspjald með myndum af vissum seðlabankastjóra og ráðherrum!

 5. Haha, nú hlakkar mig svaðalega til jólanna, ekki slæm hugmynd….þú gætir orðið rík af henni. Held samt að þetta sé bara málið þessi jólin, svo fæ ég þá kannski líka matarkörfur, ostakörfur, vínkörfur o.fl. Þetta verða körfu jól, eða bara kerfi og spil….geri ekki miklar kröfur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: