Tungumál

Fór í stuttan GIS tíma í dag.  Kennarinn spurði hvort að hann mætti kenna á norsku og var þá horft á mig, ég játti því.  Já flott þá kenni ég þetta á sænsku sagði hann, en hann er sænskur kallinn.  Ég hef nú ekkert verið mikill aðdáandi sænsku en það er ekki mikill munur á kúk og skít þannig að þetta reddaðist auðvitað…enda er markmiðið að læra þessa snilld.  Ég vorkenndi greyið belganum hinsvegar sem kom of seint og gat því ekki mótmælt hvaða tungumál kallinn talaði.  Hann skildi ekki baun, en hann gat farið í draumalandið á meðan hann masaði á sænsku.

~ af Helgi á 3 nóvember, 2008.

3 svör to “Tungumál”

  1. Ég geri ráð fyrir þar sem maðurinn spurði hvort hann mætti kenna á norsku að honum sé uppálagt að kenna á ensku. Svo afhverju að jánka manninum??? Eruð þið Belginn ekki í þessu saman eða? Samstaða Helgi minn það er tískuorðið á Íslandi í dag. Þar sem við erum jú öll saman í skítnum.

  2. hehe. Heyrðu jú það eru sko reglur í skólanum. Ef að það er einn nemandi sem talar ekki norsku í tímanum þá skal tala ensku. Hinsvegar finnst sumum kennurunum sjálfssagt að við skyljum norsku 100% þó svo að þeir skilji mig ekki þegar ég tala íslensku. Ég gerði ráð fyrir að greyið belginn væri veikur eða þvíumlíkt, en hefði glaður barist með honum hefði hann verið á staðnum. 🙂
    Já þessi skítur er hjá mörgum en held að þið á Íslandi eigið met í að vaða í honum og það gengur ekkert að moka hann…en vonum það besta, okkar allra vegna.

  3. Hvurslags skítamál er þetta. Það er sko alltaf sól í mínu hjarta þrátt fyrir skammdegið.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: