Mikið að gerast

Jæja það er nóg að gera í þessum skóla, því verr og miður má kannski segja.  Ég veit ekki alltaf hvert kennarinn minn er að fara og veldur það miklu hugarangri á tímum, en vonum að við mætumst á miðri leið fyrir jól.

Ég er að fá gest, hann er reyndar ekki bara að koma og heimsækja mig heldur fleiri Íslendinga.  Þetta er hann Benni vinur og er mikil tilhlökkun að fá drenginn, hann fær mikið hrós að leggja til landsins þar sem að bjórinn kostar….uss ég ætla ekki einu sinni að segja það. 

Hann kemur í kvöld og ætlum við o.fl að skemmta okkur vel meðan hann stoppar hérna.  Ragnar frá Ási ætlar að koma á sama tíma til borgarinnar og tek ég á móti þeim á lestarstöðinni….svo gaman að hitta fólk.

Á laugardaginn ætla allavega tvær Ásingadömur að bætast í hópinn, Hrafnhildur & Sigga, það verður kannski eitthvað þvælst um borgina ef veður verður skaplegt. Svo þarf að elda góðan mat og þá er stefnan tekin á íslenskt sveitaball hérna með öðru fólki, vonandi verður það bara gaman.

Þannig að lærdómurinn situr eitthvað á hakanum um helgina, en eins og það sé ekki í lagi.  Löngubúinn að sjá að lærdómurinn er ekki lífið, hvað ef maður myndi nú hrökkva upp af á morgun, ekkert búinn að gera nema að læra.  En þetta er nú kannski ekkert til að vera að grínast með, best að vera raunsær og segja að hann skipti málið þegar til framtíðar er litið og að ég verði í góðu standi, enda mjög hamingjusamur með lífið.

Later og góða helgi.

H

~ af Helgi á 7 nóvember, 2008.

3 svör to “Mikið að gerast”

  1. Já góða helgi, Skilaðu kveðju til Benna og allra hinna. Skemmtið ykkur vel á balli. Verður ullarpeysan ekki höfð með?

  2. Benni fær sko hrós mánaðarins ef ekki bara ársins……. Hlakka til að bætast í hópinn með ykkur bakkabræðrum á morgun!!

  3. Mikið var þetta skemmtilegur hittingur! Hlakka sannarlega til næsta skiptis!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: