Maður lifir bara einu sinni….

….söguðu þeir báðir, Benni & Ragnar, við mig þegar flestir norðmenn voru komnir hálfa leið með að fullnægja svefnþörfum sínum í nótt…klukkan s.s. orðin margt og við enn vakandi. 

Ég kíkti s.s. til Ás í gær eftir skóla til Hrafnhildar, Ragnars og Benna gests.  Þar var boðið upp á svaðalega veislu og það á mánudagskvöldi…ég fékk eiginlega samviskubit að tyggja & drekka þetta allt, en vá hvað það var gott.  Maður verður auðvitað að nýta tækifærið þegar gestur kemur til Noregs og eiða smá tíma með honum og fjandinn hafi það nema að það sé veisla (ekki það að ég skaffaði ekkert í hana, bölvaður dóni…námsmaður). 

En ég, drengurinn, ætlaði auðvitað að taka lestina heim um kvöldið en sjálfsagi minn er stundum lægri en núll og því fór ég aldrei í lestina.  Ákvað bara að fá að gista hjá þeim ,,hjónum“ og Benna í þessa nokkra tíma sem svefn var í boði og fara beint í skólann, það var bara allt of gaman hjá okkur til þess að ég færi heim um mitt kvöld.  Enda rökstuddi ég þetta með því að ég vildi ekkert vera á lestarstöðinni um miðnætti, með dópistunum og glæpamönnunum….það viljum við ekki.  Alltaf voða gaman að koma til Ás og eiða tíma á Skogveien nr.X, gott fólk sem býr þar.

En af ákvörðunum um afleiðingar fylgja orsakir og þarf ég núna að taka smá törn við þar sem að ég þarf að sýna kennaranum eitthvað á morgun og þarf ég því að vera duglegur. 

Helgin var rosalega skemmtileg, nema sunnudagurinn.  Í meginatriðum fór hún í spjall, sína fólkinu skólann, þá borðuðum við saman og svo var ég með fyrirpartý fyrir þetta íslenska sveitaball og ég trúði bara ekki hvað það var góð mæting hjá Físnurum, það mætti alveg hellingur….voða gaman…..þá var farið á ballið.  Það skemmtu allir sér voða vel á þessu balli og er það gott að vita.   

En virkilega góðir og skemmtilegir dagar að baki.  Gaman að hitta Benna og auðvitað Ásingana, þá er líka alltaf að hitta þessa íslensku námsmenn hérna í Osló. Eðalfólk alveg.  Allir þessir náðu að gera svona rosafína stemmingu úr þessu balli.

Jæja best að fara að borða kvöldmatinn, kornflex í kvöld, það er sko veisla.

………þangað til næst.

~ af Helgi á 11 nóvember, 2008.

2 svör to “Maður lifir bara einu sinni….”

  1. Prufaðu kornflex með kakódufti oná einn daginn. Kemur á óvart.

  2. Já frábær helgi að baki, takk fyrir okkur og verði þér að góðu. Gaman að fá þig hérna til okkar á mánudagskveldið :+)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: