Sameinuð stöndum vér

-sundruð föllum vér!

Valhöll, hús þeirra bláu var máluð rauð að hluta.  Skiljanlega eiga Sjálfstæðismenn ekki orð yfir þessum gjörningi.  Einn þeirra sem er dapur í bragði er Andri framkvæmdarstjóri X-D og sagði hann við Fréttablaðið í dag: ,,Það er dapurlegt að fólk fái útrás með þessum hætti á tímum þar sem mestu skiptir að standa saman og vinna að uppbyggilegri lausnum.“ 

Allt í góðu Andri minn, það er vissulega mikilvægt að vinna að uppbyggilegri lausnum en þegar fólk hefur ekki séð neinar lausnir núna á fjórðu eða fimmtu viku (í raun í marga mánuði) frá yfirvöldum þá eru sumir orðnir örvæntingarfullir.  Það er svo einkennilegt að þegar fólk mótmælir eða fremur spellvirki að þá myndi maður halda að sá sem verður fyrir mótmælunum ætti að líta í barm sinn og spyrja sig hvað hef ég gert rangt, er ég ekki að standa mig?  Ég held að yfirsstjórnarrjómanum í Sjálfsstæðisflokknum hafi ekki enn dottið þetta í hug, enda er það líklegast kennt á sjálfsstyrkingarnámskeiði þeirra undir luktum dyrum að þeir geri ekkert rangt, þeir séu hinir útvöldu til þess að fara með völdin í þessu landi.  Björn gamli Bjarna heldur það a.m.k. ennþá.

Ég er ekki fylgjandi óspektum og að málningu sé sullað á hús, en þetta er nú bara hús en ekki lifandi vera, við skulum muna það!  En ég skil hinsvegar vel að sumir vilji sjá einhverja framför, en við Íslendingar erum ekki þekkt fyrir að vera góðir mótmælendur og hvort það sé af því að við séum öll svona bæld eða skynsöm skal ég ekki segja.  Svo getur vel verið að þarna hafi verið unglingar á ferð sem vilja bara vera með.

Hann nefnir að nú á tímum sé mikilvægt að standa saman.  Það er ekkert sjálfssagðara en að standa saman, en stundum eru ekki allir í sama hóp.  Ég skal standa með öllum ef þeir verða meiri menn og viðurkenna mistök og taka pokann sinn, en þangað til má ég fyrirlíta alla þessa glæpamenn og óstjórnendur.  Tökum ýkt dæmi: í stríðum þá standa fórnarlömdin saman og svo eru annar hópur sem stendur saman sem eru valdaforingjarnir.  Ég held að það síðasta sem að gyðingarnir hefðu gert í síðari heimsstyrjöldinni væri að ganga í lið með Nasistum og Hitler….nema þá bara til þess að hjálpa þeim að ná ætlunarverkinu sínu…að sökkva dýpra….sem betur fer tókst ekki.

Ég ætla ekki að dæma um hvort að þetta sé rétti tíminn til þess að fara í kosningar, en það má mótmæla þessum yfirgangi og fá ríkisstjórnina til þess að t.d. stofna þjóðstjórn og segja að kosningar yrðu að vori…bara þessi einfalda lausn myndi róa margann.  Þegar að kosningadegi kæmi veit ég ekki hvað maður myndi kjósa, það mætti segja að mikill hluti þingheims sé vanhæfur.  Ég meina Framsókn var nú við stjórnvölin frá 95-07, þannig að þeir eru mun verri menn en Samfylkingin.  Ef þetta er ekki rétti tíminn til þess að stofna stjórnmálaflokk þá veit ég ekki hvenær hann er, einhver með? hahaha.

En eigði öll rosalega góða helgi, ég ætla svo sannarlega að eiga hana.  Líka Andri vona að helgin verði honum góð.  Langaði bara að fá smá gleðilega útrás, alltaf langað að prufa að vera með í henni 🙂

Helgi

~ af Helgi á 14 nóvember, 2008.

2 svör to “Sameinuð stöndum vér”

  1. ha ha ha alveg magnað með sjálfstyrkingarnámskeiðið og að „KUNNA“ ekki að gera eitthvað rangt hihih eða allavega að viðurkenna það ekki…… gakk vel.
    kv
    HB

  2. Langaði bara að fá smá gleðilega útrás hahaha þú ert snillingur 😀 Manstu svo ekki að taka nóvembermyndina af trénu 😉 ég fylgist gríðarlega spennt með hehe

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: