Varðandi verðlagningu Icelandair

Neytendasamtökin

Talsmaður neytenda

Fréttastofa Sjónvarps

Fréttastofa Stöðvar 2

Visir.is

Fréttablaðið

Morgunblaðið

Kastljós

Dr. Gunni

 

Afrit einnig sent til Upplýsingarfulltrúa Icelandair

 

Mánudagur 24. Nóvember 2008

 

Efni:  Varðandi verðlagningu Icelandair

Mig langar að senda inn fyrirspurn, eða kvörtun vegna viðskiptahátta Icelandair.  Þannig er að ég hef nýtt mér talsvert þá einokunarþjónustu sem þeir bjóða upp á sl. hálft ár á flugleiðinni Reykjavík – Osló vegna náms míns hér erlendis.

Á þessum tíma hef ég  fylgst með þessari ,,glæpastarfssemi” þeirra og á ekki orð.  Ég get nefnt sem dæmi að nú vantar mig flug bara aðra leiðina Osló – Reykjavík í Desember, til þess að taka þátt í gleði ljóss og friðar með löndum mínum.  Á níu daga tímabili kostar þessi flugferð 84.120 kr. alla dagana.

Nú ef ég athuga flugferð fram og til baka Osló – Reykjavík ( 16. desember heim og 12. janúar út) kostar flugið 37.910 kr.  Þetta þýðir, að það er hagstæðara fyrir mig að kaupa flug fram og til baka þó ég þurfi ekki flugið til baka.  Ekki nóg með það að ég get keypt tvö svona flug og átt 8.300 kr í afgang. 

Því er það ljóst á könnunum mínum, að ef fólk þarf að kaupa flug aðra leiðina þá hækka þeir sætavalið mjög mikið, í þessu tilviki glæpsamlega mikið.  Það er greinilega nóg af sætum eftir í vélinni, annars myndu þeir ekki bjóða upp á svona ,,ódýr“ sæti fyrir þá sem kaupa flug fram og til baka.

Er maður skoðar flug með Iceland-express þá hækka þeir ekki verðið, kaupi maður bara aðra leiðina.  Sem dæmi rukka þeir tæplega 30.000 kr. fyrir flug frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur þann 16. desember.  Hægt er að fá ódýrt flug héðan frá Osló til Köben á 8.000 kr. 

Þá er staðan sú að það er hagstæðara fyrir mig að fljúga til Kaupmannahafnar og þaðan til Íslands en að versla við Icelandair.  Enda er það ekki beint aðlaðandi fyrir almenning að láta koma svona fram við sig og versla við Icalandair.

Þá er rétt að vara fólk við því að kaupa miða í fyrstu atrennu, því flugverð þeirra flakkar um þúsundir króna og stundum á annan tug þúsunda króna á einum sólahring.  Þetta þekkist ekki hjá flugfélögum erlendis s.s Norwegian sem að höfðu sömu verð á margra vikna tímabili allt til brottfaradags þegar ég þurfti á þeirra þjónstu að halda. 

Ekki er hægt að fela sig bak við það og segja að engin aðsókn hafi verið í vélina, heldur varð hún full á endanum, en verðlagningin var til fyrirmyndar og þurfti maður ekki að hafa áhyggjur að vera ,,rændur” þó að maður myndi kaupa miðann vikur fyrir brottför.

Þá er þetta ekkert einsdæmi sem þeir geta afsaka sig á bak við núna.  Á haustdögum kannaði ég aðrar flugleiðir Icelandair til borga í Evrópu og sömu sögu var að segja sem ég hef hér áður sagt frá, ætlaði maður að panta flug aðeins aðra leiðina.

Mér þykir framkoma þessa gamla flugfélags sorgleg og er félaginu alls ekki til framdráttar, þeir gera lítið úr viðskiptavinum sínum sem munar flestum um hverja krónu.  Þeir nýta sér einokunaraðstöðu (þó látið sé líta út fyrir annað með flugi SAS til Íslands, sem greinilega er baktrygging Icelandair!) sína sitt sem er til skammar.

Þetta er félag sem megnið af íslensku þjóðinni hefur stutt í gegnum áratugi og hefur því miður oftast neyðst til þess, félag sem hefur skilað miljarða hagnaði á sl. ársfjórðungum og er ljóst að viðskiptavinir þess fá ekki að finna fyrir þessum hagnaði.

Ég get nefnt sem dæmi um hrakandi þjónustu Icelandair, að síðdegisflug félagsins, þann 23. nóvember til Osló frá Íslandi beið mikinn hnekki í mínum huga og flest allra farþega.  Þjónustufólkið var undirmannað (held þrjár flugfreyjur) sem náðu ekki að bjóða öllum að kaupa sér að borða áður en vélin lenti á Gardemoen og var enn verið að selja veitingar þegar 20 mín voru í lendingu.  Þetta er hluti af sparnaðaraðgerðum þeirra að bjóða ekki lengur upp á mat, heldur að bjóða upp á uppsprengt verð af vörum framleiddum af  Sóma.  Tími til sölu á varningi (snyrtivörum o.þ.h. var enginn).  Hér er á ferð félag sem er á miklum villigötum og væri einhver sönn samkeppni á þessari flugleið, myndu þeira brátt fljúga á milli með tómar vélar vegna þess að viðskiptavinirnir væru farnir annað.  En það er nú einu sinni svo að almenningur hefur ekkert val og því komast þeir upp með svona framkomu án þess að biðja afsökunar.

Hér er þó ekki hægt að sakast við þá sem hafa þjónustað mann um borð í þessum flugferðum, enda gerir starfsfólkið sitt besta þó svo að það geti verið erfitt.  Icelandair hefur góða starfsmenn sem eru til fyrirmyndar, en stjórnendur þess mega skammast sín.

Hér að neðan má sjá þau verð sem koma upp þegar maður athugar flug með félagi “glæpa” á næstu vikum.  Bæði á flugleiðinni Osló – Rvk & Frankfurt – Rvk.

Virðingarfyllst og með von um að þessi mál verði könnuð,

Helgi Einarsson – Háskólanemi

Einnig sett fram á www.helgie.wordpress.com

verðlagning_icelandair.pdf

~ af Helgi á 24 nóvember, 2008.

2 svör to “Varðandi verðlagningu Icelandair”

  1. Mjög fín grein og efnitök góð. Þetta er náttúrulega geðveikur peningur og skerðing á ferðafrelsi.

    Það sem vakti þó mesta athygli mína var: „Þetta þýðir, að það er hagstæðara fyrir mig að kaupa flug fram og til baka þó ég þurfi ekki flugið til baka“.

    Hefuru tekið ákvörðun um setja námið „on hold“ eða er svona langt vetrarfrí? 🙂 Anyway allt gott mál.

  2. Hann Helgi bróðir minn kemur sterkur inn í kreppupakkann hérna heima. Hann kann allavega að koma fyrir sig orði og berst fyrir námsmenn, neytendur og lífið….sem er gott.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: