Orðlaus dag eftir dag

Það er eitthvað um neikvæðni sem kemur inn á þetta blogg þessa dagana, því miður, en brátt verður breyting á því 🙂

EN nú er mér öllum lokið, vitlausara bankakerfi hef ég ekki kynnst og eiga þessir Norðmenn að fá orðu fyrir hægfara kerfi, þröngsýni og órökréttann hugsunarhátt.

Það er nefnilega svo að ég þarf að borga síðustu leiguna, sem er nota bene ekki ódýr.  Ég var búinn að taka út peninga í mörgum umferðum í hraðbanka og loks kominn með upphæðina sem er á annað hundrað þúsund krónur, þökk sé íslensku krónunni.  Kallinn alltaf jafn góður í viðskiptum.

Þá vildi leigusalinn minn að ég myndi millifæra í þetta skiptið því hann var í heimsreisu og hefur líklegast aldrei haft það betra í lífinu, enda með með Íslending í vinnu til að skaffa nautasteikurnar ofan í belginn á manninum.

Ég fór með peningana, í feitu umslagi, í bankann í gær.  Nei því miður getur þú ekki lagt þá inn hér, þú verður að fara í bankann sem hann er viðskiptavinur í.  Ég átti ekki orð yfir þessum stælum en sá þá ekki fyrir í hverju ég myndi lenda í sólahring síðar.

Var núna að koma úr blessuðum viðskiptabankanum sem var hinn rétti.  Stelpan rétti mér svakalegt blað sem þurfti að fylla út til þess eitt að geta gert þetta.  Ég skrifaði og skrifaði…..en svo kom orðið sem ég vildi ekki heyra: NEI.  Af því að ég er ekki með reikning í þessu risaeðlulandi þá get ég ekki lagt inn pening, það verður að millifæra svona.  Ég spurði hvort að ég gæti virkilega ekki lagt pening inn á reikning í öllu landinu….nei það getur þú ekki líklegast ekki.  Hún gat lítið sagt þegar ég sagði henni að bankakerfið hér í landi væri það vitlausta af öllum kerfum sem ég vissi um.

Því verð ég að gera það sem ég hefði betur gert í byrjun, hefði ég vitað að kallinn væri í Kambódíu, að láta millifæra þetta frá Íslandi.  Þetta þýðir það að ég sit núna á seðlum sem telja á annað hundrað þúsund og hef ekki hugsað mér að nota í þessu landi, nema kannski 10% af þeim.  Núna fer ég með bænir og vona að gengið versi alveg svakalega þegar íslenska krónan verður sett á flot og verði svoleiðis í einhvern tíma…..því þá get ég skipt þessum peningum í íslenskar krónur þegar ég kem til landsins og grætt tugi þúsunda.

….þarf því að fara að halda áfram að vona það versta……..bestu kveðjur H.

~ af Helgi á 27 nóvember, 2008.

3 svör to “Orðlaus dag eftir dag”

  1. Ég er eiginlega líka orðlaus. Það er aldeilis að þú ætlar klára þetta árið með hrakförum. Ég hefði ekki taugar í alla þessa þröskulda. Þú ættir að drífa þig í jólaskapið. Kær kveðja.

  2. Hehe, þetta er nú ekkert óyfirstíganlegt. Vignir hefur voðalega gaman af þessu öllu og hlær mikið af mér. Enda ekki hægt annað en að brosa af svona hlutum, bara svekkjandi að eiða tíman í svona stapp.
    Annars er ég kominn í merkilega mikið jólaskap og hlakka ofboðslega til þess að komast heim til allra.

  3. Helgi minn! Þú munt græða hundruðir ef ekki milljónir þúsundir fyrir þetta ómak. Nýjustu spár: Evran í 500 í febrúar! Get ekki beðið …

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: