N ó v e m b e r

Er ekki rétt að fá smá jólaútlit á þessa síðu þar sem að aðventan er að hefjast?  🙂

Þá er þessum mánuði brátt öllum lokið.  Hann var fín og einstaklega fljótur að líða, mjög glaður með þessa 30 daga 🙂  Hlakka þó enn meira til þess næsta.

Ég hef bókað flug til fagra Íslands þann 16. desember (þriðjudagur).  Ég mun fljúga með Norwegian til Köben og þaðan með Iceland-Express til Íslands.  Með þessu sýni ég vanþóknum mína á Okurleiðum í þetta skiptið (á þó mjög líklega eftir að versla við þá aftur, enda ekki mikið úrval í boði).  En ég hefði hvort sem er ekkert komist beint frá Osló til Íslands með Okurleiðum, þar sem að vélin var ,,full“, þá bjóða þeir upp á flug til Köben með Sas og þaðan með vél sinni til fyrirheitna landsins.  Þannig að ég er mjög sáttur með þessa áætlun mína.

Skólinn gengur vel og allt á áætlun þar, eins og er, en það er nóg að læra…sem er ágætt.

Þá vitið þið þetta….eitthvað fleira sem þið viljið vita? 🙂

Kærar kveðjur, Helgi

~ af Helgi á 30 nóvember, 2008.

4 svör to “N ó v e m b e r”

  1. Æ en skemmtilega jólaleg síðan þín 🙂

  2. flott útlit

  3. Tjáði mig um útlit síðunnar í morgun, læt það nægja og ekki orð um það meir!!!

  4. hahaha, alltaf jákvæður Vignir minn. Já þetta eru svolítið æpandi litir, ég veit ekki hvort að jólaandinn hefur aukist eða minnkað við þessar róttæku breytingar.
    Aldrei að vera nema þessu verði breytt á þessari lýðræðissíðu 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: