Ísbíllinn hér!

Þegar ég var í eitt af mínum fyrstu skiptum á Dalvík, áður en ég flutti þangað, þá heyrði ég í ísbílnum.  Ók hann um þennan litla fína bæ hringjandi bjöllu sinni.  Þetta þótti mér merkilegt þ.e.a.s. að ísbíllinn færi í þéttbýli landsins, þar sem að ég mundi ekki að hafa séð hann keyra um götur Hafnarfjarðar á mínum uppeldisárum.  Ég mundi bara eftir að hann hefði komið þar sem ég var í sveit um tíma og svo um sumarbústaðarsvæði.  Helgu minni þótti örugglega borgarmalbikið geysla einum of mikið frá mér þar sem að mér þótti þetta afar merkilegt, en henni hefur tekist að kroppa smá af þessu malbiki af og klínt möl á mig í staðin.

Jæja núna bý ég nánast í miðborg Osló og í hverju heyrði ég áðan.  Jú ísbílnum, hann keyrir hérna um allar götur eins og óður sé þann 2. desember takk fyrir.  Ég hef heyrt í honum með reglulegu millibili í allt haust og þótt stórmerkilegt að þessi blessaði bíll fari hérna um allt, þegar búðir eru á hverju horni.  Þá er nú annað merkilegt, ísbílinn á ferð í dessember!!! Þá skil ég ekki að einhver kaupi sér ís í byrjun desember, þegar fólk á nóg með það að halda á sér hita, nema kannski litlu börnin.

~ af Helgi á 2 desember, 2008.

2 svör to “Ísbíllinn hér!”

  1. Já mar nánast rokinn af stað þegar mer heyrir í þessari helv. bjöllu mar. Þetta jaðrar við heilaþvott og svo fer mar að vorkenna greyið kallinum að keyra útum allt og dingla og dingla þessari bjöllu og aldrei sér mar neinn versla við hann!

  2. Haha…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: