Hálfvitar hálfvitanna

Þá er það endanlega staðfest, landsbyggðin er annars flokks og það er því ekki þess virði að eyða tíma né fjármunum í að hafa samskipti við þau.  Þessum skilaboðum kom Páll útvarpsstjóri snyrtilega til skila þegar hann setti fram sparnaðartillögur Rúv, sem m.a. lúta að því að leggja niður eða stórlega minnka umsvif svæðisútvarpsstöðvanna.

Þetta staðfestir Morgunblaðið sem hefur komið út síðan 1913 og flestir landsmenn verið áskrifendur að, sérstaklega fyrr á tímum.  Þeir halda örugglega að þetta landsbyggðarfólk eigi enga peninga og því óþarfi að senda frítt Morgunblað inn á öll heimili landsins á fimmtudögum fram að jólum.  Tilefni þessara skrifa er frétt sem ég las um þetta mál á mbl.is sem ber titilinn ,,Morgunblaðið í aldreifingu fram að jólum“, hljómar vissulega vel en þegar betur var að gáð þá eru það auðvitað gullbörnin í Rvk og nágrenni sem fá að njóta.  Ætli þeir í markaðsdeild moggans geri sér grein fyrir því að landsbyggðaríbúar eru margir hverjir betur staddir fjárhagslega en blessað fólkið í Rvk, nei ég segi svona 🙂

Tengilinn á fréttina má sjá hér:  Mogginn að gefa útvöldum!

Mér var kennt í æsku að skilja ekki útundan, því miður gleymdi maður því stundum, en mér hefði aldrei dottið til hugar að halda veislu og gefa bara sjálfum mér að borða og láta gestina horfa á.

~ af Helgi á 4 desember, 2008.

8 svör to “Hálfvitar hálfvitanna”

 1. Sæll. Ég rak líka augun í þetta í morgun og fannst skammarlegt! Þetta „Reykjavík-og-rest“ viðhorf fer illa í taugarnar!

 2. Ég er hjartanlega sammála þér, varð alveg sótvond þegar ég las þetta! Við eigum greinilega ekki skilið að fá fréttir frekar en neitt annað að mati sumra höfuðborgarbúa. Er á leiðinni að missa endanlega allt álit á Mogganum.

 3. Æ, það er svo margt sem maður getur orðið fúll yfir í sambandi við þetta Höfuðborgarsvæðið vs. landsbyggðin dæmi.
  Núna ætlar RÚV til dæmis að loka svæðisútvarpsstöðvunum (sem þýðir að ég fæ ekki lengur að heyra auglýsingar frá tískuvöruvrsluninni „Töff föt“ á Húsavík 🙂 og svo hefur fjarskiptasjóður frestað framkvæmdum við háhraðatengingar í dreifbýli.
  Þetta náttúrulega sökkar allt saman.

 4. En gott að borgarbarnið er að upplifa þetta af eigin raun. Þú berst fyrir landsbyggðina.

  Ég held að ef einhverjir sem gætu tekið upp áskrift væri það fólkið út á landi sem er ekki jafn stórskuldugt. Helduru að allt atvinnulausafólkið á Rvk-svæðinu ætli að að gerast áskrifendur eftir jól bara vegna þess að það lærði á nokkrum fimmtudögum hvað blaðið er innihaldsríkt. Nei.

  Já þessi blessaða ósanngirni. Maður verður stundum hlægja að þessu.

  Kv.

 5. Ja tad er alveg rett. Madur sem svikur Hafnarfjordinn sinn til ad flytja ut a land er, rett eins og tu segir halfviti halfvitanna. A Islandi er adeins einn heill viti og hann er i Hafnarfirdi, (a baklodinni hja Inga Halla a Hverfisgotunni 🙂

 6. Hehehe, góður Svenni. Maður verður nú að prufa að búa á öðrum stöðum en í Hfj, það er ekki alltaf miðpunktur alheimsins…..enda ert þú líka flúinn 🙂 Flottasti vitinn er samt í Hfj og hann er alveg heill, það er satt hjá þér.

  En Helga mín, við eigum alltaf eftir að fara í þessa verlsun, Töff Föt á Húsavík….verðum að setja það á listann sæta 🙂

 7. Nú verð ég bara að spyrja hvort þið eigið svona sætan innkaupa, svona to do lista, að hann er kallaður „listinn sæti“. Eða átti þarna að vera komma „listann, sæta“ og þá verið að gefa í skyn að Helga sé sú sæta en ekki listinn.
  Hmmmm…

 8. Ó, María. Það er sko listinn sem er sætur.
  Ég meina, bara nafnið „Töff föt“ fær mig til þess að vilja draga fram kortið ;o)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: