Hátíð í bæ

Látum snjóa hérna, hóhóhó.

I’m back!  Ég hef ekki verið í sambandi við umheiminn undanfarna daga, vegna lærdóms, en er allur að koma til.

Þá er þessari fyrstu önn af fjórum lokið í þessu námi: 25%, 1/4,  2/8, 4/16, 8/32, 16/64 o.s.frv 🙂  Á tímum hélt ég að þessi dagur myndi aldrei renna upp en hann gerði það og þvílíkur léttir.  Framtíðin er þó óráðin, hvað gerist á nýju ári….kemur í ljós.

En ég er sem sagt búinn að skila verkefninu stóra og einnig flytja það, en það var gert í dag.  Okkur Vigni gekk vel með þetta og small allt saman á endanum eftir miklar vökunætur og smá stress, en gaman að þetta heppnaðist allt vel.

Því er kominn smá þreyta í mann þar sem að svefninn undanfarið hefur frekar verið í blundarformi.  Eftir 4 tíma þurfum við að leggja á stað út á flugvöll og fljúgum til Köben og komum svo heim um kl 15 á morgun með Iceland – Express.  Þannig að það er réttast að ná smá svefni núna. 

Það verður svo óendanlega gaman að koma heim að það hálfa væri nóg.  Helga mín kemur svo suður á fimmtudag þannig að þetta veruð skemmtileg helgi og mikið að gera.  Ég ætla því að fagna aðventunni þessa helgina með mínu fólki þar sem að ég hef ekki haft tíma í það til þessa, haha.

Jæja ætla ekki að hafa þetta lengra, tjái mig betur síðar.

Hafið þið það óendanlega gott.

Helgi hamingjusami!

~ af Helgi á 16 desember, 2008.

3 svör to “Hátíð í bæ”

  1. Vertu velkominn heim…kæri Helgi og njóttu vel

  2. Til hamingju Helgi.
    Gleðileg jól þér og þinna til handa

  3. Velkominn heim! 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: