,,Annáll“ ársins 2008

Þá líður að lokum, lokum ársins allavega. 

Þetta var fínt ár!  Árið sem er að líða hefur verið mjög gott og skemmtilegt. 

Það sem hefur m.a. gerst á árinu eru:

Okkar fyrstu íbúðarkaup,

1/4 af þessu námi lokið

Búinn að prufa að búa í miðborg Oslóar, einhverjir kostir og margir gallar,

Léttist ágætlega á árinu, þökk sé námsmannadvöl Osló og Lín, þeirri fáránlegu stofnun…en þessi kg vilja sem sagt óðum koma aftur

Er heilbrigður og líka þeir sem kringum mig eru, líður vel og er glaður

Hitti marga góða félaga og átti góðar stundir með fullt af fólki.  Það er alltaf gaman að hitta gott fólk, en stundum vilja annir hjá öllum aftra því að maður hittist, en það er kannski sniðugt að hafa það sem markmið fyrir næsta ár að rækta fólkið betur.  En það verður líka að hafa frumkvæði á móti.

…og margt fleira mætti telja upp….

Þeir sem hafa áhuga að vita meira um mig og mína, það sem gerst hefur og það sem á eftir að gerast, geta endilega hringt, sent tölvupóst eða hitt mann.  Það er alveg óþarfi að hafa þetta nánara á einhverju bloggi sem allir geta lesið, ekki satt?

Gleðilegt nýtt ár kæru vinir og megi næsta ár verða ykkur skemmtilegt og gott.  Vonandi að ég hitti ykkur öll á næsta ári, þá eru allir velkomnir í heimsókn á Dallas city…það þarf ekki að bjóða fólki formlega…þeir koma sem þora og vilja, haha.

Nýárskveðjur frá Dalvík,

Helgi

~ af Helgi á 29 desember, 2008.

Eitt svar to “,,Annáll“ ársins 2008”

  1. Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla. Gangi ykkur vel. KV HB.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: