Heima

Þá er kominn nýr formaður í Framsókn, ég held að sumir þeirra sem hafi aldrei ætlað að kjósa þann flokk muni kannski hugsa sig um ef að kosningar verða á þessu ári.  Ef að flokkurinn hefur vit á að losa sig við þessa gömlu þingmenn og alla fylgifiskana sem flestir hverjir eru glæpamenn og eiga heima á ,,verri stöðum“, ég nefni engin nöfn en Finnur blessaður Ingólfsson ritast ósjálfrátt hérna á skjáinn.  Það verður gaman að fylgjast með þessu öllu.  En ég held að það gæti verið vit í honum Sigmundi, en það kemur pottþétt í ljós…fær hann atkvæði mitt….veit ekki!  Samt alveg magnað að skrá sig í stjórnmálaflokk sem er  n.b. elsti stjórnmálaflokkur Íslands og verða formaður hans mánuði síðar. 

Annars er það að frétta að ég hef tekið mér oggulitla pásu frá námi, það er svo gaman að hafa smá tilbreytingu í þessu.  Ég fékk gömlu vinnuna mína aftur og sló bara til, svo er bara vona að maður haldi henni, haha 🙂

Það eru kostir og gallar við allar ákvarðanir, en mig langaði þetta meira og gerði það því.  Það fer vel um mig hérna á norðurlandinu og sakna ég ekki brauðhleifsins í Noregi sem ég borgaði 450 ísk krónur fyrir.  En ég stefni nú að klára eitthvað nám og eins og staðan er nú þá mun ég stefna út síðar til frænda minna í Noegi.  Helsti söknuðurinn felst í fólkinu sem ég kynntist þar og gaman að segja frá því að þá er ég aðallega að tala um þá íslensku námsmenn sem ég kynntist þar.  Þá tróna á toppnum Hrafnhildur og Ragnar í Ási sem maður hitti hvað oftast og ég þekkti fyrir þessa frægðarför, en ég hitti þau bara síðar og hina líka 🙂

En ég er sem sagt á Íslandi og hef það gott.  Ætli ég skrifi ekki eitthvað á þessa síður svo framarlega sem að einhverjir heimsækja hana og ég hafi eitthvað viturlegt að segja.

H

~ af Helgi á 18 janúar, 2009.

4 svör to “Heima”

 1. Ísland – Best í heimi…þessa stundina 🙂

  Þú þarft nú ekkert endilega að hafa eitthvað viturlegt að segja… Bara tjá sig reglulega og þá held ég áfram að fylgjast með. Hmmmm þetta var ekki hótun, bara gaman að lesa 🙂

  Later

 2. Velkominn á Íslandið góða aftur! Ég skil þig mjög vel að nenna ekki aftur í fátæktina í Noregi, það er nú munur að geta fengið safaríkan hamborgara hérlendis á sama verði og ein þurr brauðsneið í Noregi. Gangi þér vel.

 3. Gott að heyra að vel gengur hjá þér Helgi minn. Ég viðurkenni það að ég sakna þín alveg voðalega. Finnst mjög leiðinlegt að þú sért ekki hérna handan við hornið þ.e. í borginni. Ég veit að Ragnar er sammála mér. Gott er þó að vita að þú ert í góðum höndum með fjölskyldunni. Ekki er nú verra að þú hafir fengið vinnu, það er nú meiri en margur þessa dagana á Íslandi! Bestu kveðjur til ykkar allra.
  Hrafnhildur.

 4. Hehe, ég man allavega að þú varst allavega ekkert að deyja úr hrifningu meðan þú varst þarna Elín 🙂 En já Hrafnhildur ef ég vinn í lottó þá kem ég í heimsókn til ykkar og tek Helgu með, en það gæti staðið á lottóvinningnum, haha. Við sjáumst allavega síðar vona ég 🙂
  María mín, ég veit af þinni reynslu að maður þarf ekki að hafa merkilegt að setja til þess að blogga 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: