Bjartsýni & svartsýni

Meðan bandaríska þjóðin og í raun heimurinn fyllist bjartsýni og sér fram á bjartari tíma framundan með nýjum leiðtoga þá horfir sú íslenska fram á vonleysi og stórhríð með gallaða ríkisstjórn, lélegan forsætisráðherra og stjórnendur í öllum helstu embættum landsins okkar.  Geir segist vilja fá vinnufrið til þess að bjarga þessu löngu sokkna skipi.  Ef hann væri ekki svona blindur þá væri hann búinn að sjá sóma sinn í því að koma sér í burtu og helst úr landi.  Ekki er þessi ríkisstjórn hissa á þessum mótmælum sem voru í dag, það er alveg einkennilegt hvað fólk verður siðblint þegar það kemst til valda og fær hærri laun…það er greinilegt að núverandi ríkisstjórn flokkast undir það.

Ef Samfylkingin ætlar að stefna að fá eitthvað fylgi í næstu kosningum þarf hún að koma sér í burtu, ég reikna ekki með að þeir bláu fái neitt enda hafa þeir gott á að fara sér 30 ára pásu frá sjórnmálum.  Af hverju er ekki mynduð minnihlutastjórn með Vinstri Grænum sem að Framsókn myndi vernda þangað til að kosningar verði?  Sigmundur formaður Framsóknar var eitthvað að viðra þessar skoðanir.  Einhverjir segja að það borgi sig ekki að eiða tíma og orku í kosningar núna, en það er alveg ljóst að þjóðin tapar engu á því að fara í kosningar því að árangur þessarar ríkisstjórnar er minni en enginn.  Þeir þykjast kannski vera að gera eitthvað en það getur ekki verið merkilegt.  

Það er eitt sem að Samfylkingin virðist ekki átta sig á, að hún og Framsókn urðu enn líkari flokkar eftir landsþing þeirra.  Nú er hún á síðasta séns með að tapa ekki fylgi sínu endanlega, því að mig grunar að margir þeirra séu nú til í að fara með atkvæði sitt til Vinstir Grænna eða Framsóknar.

Jæja þá er ég búinn að leggja mitt að mörkun til mótmæla, þar sema að maður býr ekki í borginni.

~ af Helgi á 20 janúar, 2009.

Eitt svar to “Bjartsýni & svartsýni”

  1. Komdu sæll Helgi minn. Mikið er ég ánægður að hvað þú ert hógvær í framsetningu þinni á ástandinu…..NOT….Það er allavega eitt sem ég veit og það er að þú ættir að vinna uppbyggilega að því að fara í framboð og leggja þinn kraft að mörkum….við að byggja upp betra samfélag…..

    Ég er samt ánægður að þú sért á Dalvík….þannig að þú lendir ekki í einhverjum látum hérna í bænum.

    Friður…kv. Einar bróðir.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: