Málsverðir Obama

Þegar ég lá andvaka og veikur upp í rúmi í gærkveldi/nótt eftir tveggja daga legu og norðanrigningin berjandi á svefnherbergisgluggann eins og hún ætti eitthvað sökótt við húsið þá gat ég ekki hætt að hugsa um eitt mjög svo mikilvægt málefni.  Það er hvernig málsverðum sé háttað hjá forseta Bandaríkjanna, Obama, og fjölskyldu hans.

Hvernig ætli það sé fyrir venjulegan fjölskyldumann, sem hefur líklega verðir frekar sjálfsbjarga í gegnum tíðina, að flytja í nýtt hús og skipta um ham eins og snákur og aðlaga sig af öllum þeim siðum og reglum sem því fylgir?  Það sem er forvitilegast er maturinn, enda er það mín fíkn, sem ég dái og syrgi eftir aðstæðum.  Ég reikna fastlega með því að þarna séu starfsmenn í eldhúsinu.  Ætli það bíði hans morgunverðarhlaðborð þegar hann vaknar á morgnana eða fer hann bara í ísskápinn, skellir kornflexi í skál, skvettir mjólk útá og tekur banana með í hina hendina um leið og hann gengur að eldhúsborðinu.  Ætli hann geti komið með óskir á morgnana um hvað honum langi í kvöldmat um leið og hann kyngir niður morgunverðinum, t.d. kjöt í karrý.  Hvað ef að honum langar nú svo bara eitt kvöldið í pantaða pizzu og svo snakk og dýfu síðar um kvöldið um leið og hann les einhverja skýrsluna um þjóðaröryggismál Bandaríkjanna. 

Þetta eru vangaveltur sem að ég þyrfti nauðsynlega að fá svar við, best væri að geta spurt hann sjálfur en það er nú erfitt að komast að þessum manni.  Spurning um að sækja um sem gestakokkur í viku eða gera eitthvað merkilegt svo að hann vilji hitta mann, nóbelsverðlaunahafi….veit ekki…líklegast bara best að hætta um hugsa um svona bráðmerkileg málefni.

Jæja þetta eru mínar vangaveltur inn í helgina…ásamt nokkrum fleirum 🙂

Góða helgi, H

~ af Helgi á 23 janúar, 2009.

3 svör to “Málsverðir Obama”

  1. Athyglisverðar vangaveltur en kemur ekki á óvart að þú sért að spukulera í þessum málum hehe en allavega gangi þér vel að komast til botns í þessu máli :)………. kannksi hann geri þetta bara sjálfur og skelli kornflexi í skál, mér líst best á þá tillögu haha.

  2. Já ég er spennt að vita hvert svarið er við þessum vangaveltum. Hvet þig til að finna þetta út og endilega láttu vita ef þú kemst að þessu :+)

  3. ohhhhhhhh matur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: